Lykilatriði að efla forvarnarstarf og aðgengi að sálfræðiþjónustu til að takast á við aukna ofbeldismenningu ungmenna

Það er algert lykilatriði að efla forvarnarstarf og aðgengi að sálfræðiþjónustu til að takast á við aukna ofbeldismenningu ungmenna. Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í Síðdegisútvarpinu en hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Fjárhagsáhyggjur á heimilum hafa bein áhrif á andlega líðan barna og ungmenna

Þorgerður bendir á að rannsóknir og reynsla fagfólks sýni að andleg líðan ungs fólks hefur versnað verulega á síðustu árum. Álag og fjárhagslegar áhyggjur á heimilum geta haft bein áhrif á andlega líðan barna og unglinga. Þegar foreldrarnir glíma við fjárhagslegar erfiðleikar, vegna hækkandi vaxta og hækkandi framfærslukostnaðar, speglast þetta álag oft í börnunum. Þetta álag kemur einnig fram í skólum og á öðrum vettvangi þar sem ungmenni eiga samskipti.

Sérfræðingar segja ofbeldismenningu ungs fólks haf þróast á hættulega braut

Auk þessa hefur ofbeldismenning meðal ungs fólks verið að þróast á hættulegan hátt. Sérfræðingar benda á að tíðni ofbeldis hafi aukist ekki bara á síðustu árum, heldur jafnvel bara á undanförnu ári. Þoregerður segir að þetta krefjist þess að stjórnvöld og menntakerfið grípi til aðgerða til að efla forvarnir og auka stuðning við þá sem þurfa á andlegri hjálp að halda. Ungmenni hafa sérstaklega bent á aðgengi að sálfræðiþjónustu sem mikilvægan þátt í að bæta andlega líðan, en fjárhagslegt aðgengi að þessari þjónustu er oft hindrun fyrir mörg heimili.

Verður að vinna að forvrnum í skólum, heilbrigðisstofnana og lögreglu

Eitt af lykilatriðum í þessari baráttu er að efla forvarnarstarf. Mikilvægt er að vinna að aukinni fræðslu í skólum og samfélaginu almennt um andlega heilsu og afleiðingar ofbeldis. Íslendingar hafa áður náð góðum árangri með samvinnu ólíkra stofnana á sviði áfengis- og vímuefnaforvarna. Nú þarf að endurtaka þessa nálgun með áherslu á andlega líðan og aðgerðir gegn ofbeldismenningu. Þetta felur í sér samstarf skóla, heilbrigðisstofnana og lögreglu, til að koma í veg fyrir þróunina og styðja ungt fólk.

Það þarf að styrkja lögreglu í baráttunni gegn glæpum og ofbeldi

Aukinn stuðningur við lögreglu og félagsþjónustu er einnig nauðsynlegur til að takast á við þessa vá. Þörf er á að styrkja lögregluna í baráttunni gegn glæpum og ofbeldi, og veita henni þau úrræði sem þarf til að bregðast við vaxandi glæpatíðni.

Hlusta má á ítarlega umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila