Lýsingar kvenna af aukaverkunum bóluefnanna eru óhuggulegar

Sigurlaug Ragnarsdóttir og Leifur Árnason

Þær lýsingar sem fram hafa komið hjá þeim konum sem telja sig hafa fengið eftir að hafa verið bólusettar eru óhuggulegar, og í raun svo óhuggulegar að erfitt er að lýsa þeim án þess að valda óhug. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli forsvarsmanna samtakanna Mín leið, Mitt val í síðdegisútvarpinu en það voru þau Leifur Árnason flugstjóri og Sigurlaug Ragnarsdóttir listfræðingur og menningarmiðlari voru þar gestir Hauks Haukssonar.

Í þættinum kom fram að meðal þeirra aukaverkana sem konur hafa orðar varar við eru miklar blæðingar, langtímablæðingar og þá í sumum tilfellum finnst konum blæðingarnar líkjast því þegar orðið hefur fósturmissir.

Sigurlaug og Leifur segja að sé horft vítt yfir sviðið og horft til þeirra aukaverkana sem fram hafi komið þá sé það mikið áhyggjuefni að áætlað sé að fara að sprauta börn allt niður í 6 mánaða aldur. Fyrir áhugasama og þá sem vilja kynna sér stefnu samtakanna ítarlega er rétt að benda á vef samtakanna þar sem þau hafa tekið saman mikið magn gagna um málefnið en skoða má vef samtakanna með því að smella hér.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila