Macron æfur vegna stuðnings Ítala við Gulu Vestin – Kallar sendiherra Frakklands heim frá Róm

Frakkar hafa kallað sendiherra sinn í Róm heim vegna „síendurtekinna og grundvallalausra“ árása frá Róm í mæli sem ekki hefur sést síðan í seinni heimsstyjöldinni að sögn franska utanríkisráðuneytisins. Ríkisstjórn Emmanuel Macron hefur ásakað leiðtoga Ítalíu fyrir „svívirðilegar yfirlýsingar“ um að innflytjendakreppa ESB sé Frökkum að kenna ásamt því að styðja baráttu Gulu Vestanna. Í yfirlýsingu franska utanríkisráðuneytisins segir að „einn hlutur sé að vera ósammála en að misbjóða ríkjasambandi í kosningaskyni er annað. Allar aðgerðirnar skapa þannig ástand að spyrja má hvert markmið ítölsku ríkistjórnarinnar sé gagnvart Frakklandi“.  Sjá nánar hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila