
Breytingar frönsku ríkisstjórnarinnar á lífeyriskerfi landsmanna hefur mætt harðri andspyrnu þjóðarinnar. Macron tókst ekki einu sinni að koma lögunum í gegn á þinginu, þegar stjórnarandstaðan stóð upp og söng þannig að þingið gat ekki afgreitt málið. Eftir að franska ríkisstjórnin gerði það ljóst, að hún myndi knýja fram hina umdeildu breytingu á lífeyriskerfi landsmanna fram hjá þinginu þvert á mótmæli þjóðarinnar, þá tilkynnti Marine Le Pen að hún muni bera fram vantraust á forsetann. Breytingarnar hækka eftirlaunaaldur úr 62 í 64 ár og hafa valdið miklum mótmælum og verkföllum um allt land síðan í janúar.
Élisabeth Borne, forsætisráðherra, tilkynnti að ríkisstjórnin þvingaði lífeyrisumbæturnar í gegn með stuðningi sérstakrar greinar í frönsku stjórnarskránni. Virkar afstaða ríkisstjórnarinnar eins og olía á eld og mótmæli í Frakklandi. Marine Le Pen og flokkur hennar Rassemblement National sló þegar til baka með vantrauststillögu á Emmanuel Macron.
Stjórnlaust þing – stjórnlaust land
Franska stjórnarandstaðan hæddu Borne, þegar hún tilkynnti ákvörðunina og nokkrir þingmenn tóku að syngja þjóðsönginn í neðri deild þingsins. Hlé var gert á fundinum í tvær mínútur þar sem söngur þingmannanna kom í veg fyrir að forsætisráðherrann gæti talað. Le Pen ásakar ríkisstjórnina um gerræðislega valdbeitingu fram hjá þinginu og telur, að hvorki Macron forseti Frakklands né Élisabeth Borne, forsætisráðherra, geti verið áfram í embættum sínu.