Macron vill „eina“ alheimsskipan

Emmanuel Macron predikar eina alheimsstjórn á fundi Asíuríkja. Myndin sýnir Macron í ræðupúlti ESB-þingsins við annað tækifæri, mynd: France Diplomatie – MEAE

Fílarnir tveir orðnir taugaveiklaðir

Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði í ræðu, að vegna aukinnar spennu milli Bandaríkjanna og Kína á Kyrrahafssvæðinu eigi aðeins að vera ein alheimsstjórn. Frakklandsforseti líkti heiminum við frumskóg á fundi APEC í Tælandi um efnahagssamvinnu Asíu-Kyrrahafssvæðisins. Macron sagði:

„Við erum í frumskógi og höfum tvo stóra fíla sem eru sífellt að verða taugaveiklaðri. Ef þeir verða mjög stressaðir og byrja að slást, þá verður það mikið vandamál fyrir alla aðra í frumskóginum. Mörg önnur dýr þurfa að vinna saman: tígrisdýr, apar og svo framvegis.“

Engin samsæriskenning að halda því fram að glóbalistarnir séu að koma á einni alheimsstjórn

Emmanuel Macron fullyrðir, að hann vilji „stöðugleika“ í Kyrrahafinu og að Frakkar vilji axla slíkt stöðugleikahlutverk á svæðinu:

„Ertu á bandi Bandaríkjanna eða Kína? Því nú vilja margir að það séu tvær skipanir í heiminum. Þetta eru mikil mistök. Bæði fyrir Bandaríkin og Kína. Við þurfum eina alþjóðlega skipan.“

Lagaheimspekingurinn Eva Vlaardingerbroek skrifar á Twitter (sjá neðar á síðunni):

„Ef þú heldur enn að það sé samsæriskenning, að elítan okkar vilji eitt heimsskipulag, þá er Emmanuel Macron Frakklandsforseti á leiðtogafundi APEC hérna: Við þurfum eina hnattræna stjórn.“

Sjá yfirlýsingu Macron á myndbandinu hér að neðan:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila