
Fyrirhuguð þinglok báru nokkuð brátt að og ljóst að mörg stór mál sem stefnt var að yrðu afgreidd á þessu þingi verða sett á ís. Arnþrúður og Pétur ræddu um helstu fréttamál dagsins og þá stöðu að Alþingi fer í þinghlé án þess að stór mál verði afgreidd. Meðal þeirra mála sem ekki verða afgreidd á þinginu er bókun 25, frumvarp dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir og aðgerðaráætlun forsætisráðherra gegn hatursorðræðu. Einnig ræddu þau mál Lindahvols og skýrslu fyrrverandi ríkisendurskoðanda sem geymir margvísleg leyndarmál.
Pétur veltir fyrir sér hvort það sé svo mikilvægt að taka þessi mál til afgreiðslu. Hvað varði aðgerðaráætlun um hatursorðræðu sé það alveg ljóst að það mál sé mjög umdeilt og sennilega best ef það færi alveg út af borðinu. Hugmyndafræðin á bak við þá aðgerðaráætlun sé að þagga niður í andstæðingum pólitískrar rétthugsunar. Skelfileg þróun, sem gegngur tvímælalaust gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar. Varðandi bókun 35 sé það svo að forgangsreglan sé nú þegar í lögum um evrópska efnahagssvæðið og hafi því fullt lagagildi hér á landi. Arnþrúður bendir á að með bókun 35 sé ætlunin að tryggja forgang EES reglna að íslenskum rétti til þess að venda réttarstöðu einstaklinga gegn vanldníðslu stjórnvalda.
„það er ekki nóg fyrir okkur að ætla að gerast aðilar að erlendu valdi, án þess að virða leikreglurnar og ætla að ráða því sjálf hvenær lögin gildi fyrir okkur, það getum við ekki gert. Þetta er búið að liggja fyrir allan tímann“
Bendir Arnþrúður á að nýlega sé fallinn athyglisverður dómur vegna makrílkvótans sem gefinn var út árið 2012 þar sem einmitt reyni á þetta atriði.
„Á árinu 2012 þegar ESB umsókn ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms var enn í fullu gildi þá sagði Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra að hann ætlaði ekki að framselja valdið yfir kvótanum til ESB“
Arnþrúður segir að það hafi út af fyrir sig verið gilt hjá Jóni því þegar EES samningurinn hafi upphaflega verið samþykktur hafi landbúnaðar og sjávarútvegsmál verið undanþegin EES- samningnum. Hins vegar hafi samkeppnislög ESB verið þau mál sem hefði þurft að taka upp í staðinn en á því hafi orðið misbrestur.
„hins vegar þarf að athuga það í ljósi þess að þessi dómur er genginn, þá þurfi að athuga hvort EES samningnum hafi verið breytt í millitíðinni þannig að reglur samningsins gildi í sjávarútvegi líka“segir Arnþrúður.
Hlusta má á þáttinn og fleiri fréttir dagsins m.a.skýrslu fyrrverandi ríkisendurskoðanda í spilaranum hér að neðan.