Margt sem bendir að viljandi sé verið að koma í veg fyrir virkjanir

Það er margt sem bendir til þess að verið sé að koma viljandi í veg fyrir að vatnsaflsvirkjanir séu reistar og þar séu það embættismenn innan kerfisins sem beiti sér í því. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins en hann var gestur í þætti Péturs Gunnlaugssonar

Sigmundur bendir á að fyrrverandi forstjóri Byggðastofnunar hafi farið úr því starfi og yfir til stjórnar Landverndar, þar hafi hann gefið út leiðbeiningar um það hvernig megi nota kerfið til þess að þvælast fyrir og koma í veg fyrir virkjanir. Þá hafi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur verið sérstakur ráðgjafi Landverndar þannig að sjá má að svona sé um búið innan kerfisins. Þetta séu dæmi um hvernig embættismenn beiti sér og almenningur fær litlu ráðið þar sem stjórnmálamenn hafi gefið frá sér valdið og því sé staðan eins og hún er í dag.

Hann segir að samt sem áður liggi ábyrgðin hjá stjórnmálamönnum sem geti vel stjórnað hvernig málunum sé háttað ef þeir treysti sér til þess en svo virðist því miður ekki vera.

Vandamálið að allt of margir forðast átök og láta kerfið stjórna

Vandinn sé hins vegar sá að alltof margir sem eru í stjórnmálunum geri allt sem þeir geta til þess að forðast átök og leyfi þess vegna kerfinu bara að stjórna. Þá sé einnig unnið markvisst að því áfram að gera allar ákvarðanir og framkvæmdir erfiðari. Þetta megi sérstaklega sjá hvað varðar umhverfismálin með innleiðingu ýmissa samkomulaga og samninga, til að mynda Árósarsamkomulagsins. Það samkomulag geri það til dæmis að verkum að þá geti hver sem er hvar sem er í heiminum haft á því skoðun og áhrif á framkvæmdir sem fara á í á Íslandi.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila