Maria Zakharova: Rússar munu svara lokun sendiráðsins

Maria Zakharova upplýsingafulltrúi utanríkiðsráðuneytis Rússlands segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun Þórdísar Kolbrúnar utanríkisráðherra um að loka sendiráði Íslands í Rússlandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi í morgun þar sem Maria sat fyrir svörum en Haukur Hauksson blaðamaður í Moskvu spurði hana út í möguleg viðbrögð Rússa við ákvörðunni. Í símatímanum í morgun ræddi Arnþrúður Karlsdóttir við Hauk Hauksson um það sem fram kom á fundinum.

Fram kom í máli Zakarovu að Rússar muni ekki svara í sömu mynt, það er að segja með lokun sendiráðs Rússlands á Íslandi, heldur muni mótsvar Rússa verða með öðru móti.

„svar Rússa myndi verða Íslandi mjög í óhag og það sem eftir mun koma en ekki veikja hagsmuni Rússa á nokkurn hátt, en hvað Rússar muni gera sé enn á hugmynda og vinnslustigi að sögn Zakarovu“segir Haukur.

Gætu sett stein í götu Íslands á alþjóðavettangi og í viðskiptum

Aðspurður um hvort svar Rússa muni verða einvers konar hefndaraðgerð og hvort búast mætti við netárásum eins og netverk stjórnsýslunnar varð fyrir í gær, eða að átt yrði við sæstrengi segir Haukur að það sé óljóst en það sem ljóst væri að ákvörðuninni verði svarað.

Haukur segir að mögulegar aðgerðir gætu til dæmis falist í því að gera íslenskum fyrirtækjum sem starfa til dæmis í tengslum við sjávarútveg yrði gert erfitt fyrir að starfa. Þá gætu aðgerðirnar líka falist í að gera Íslandi erfiðara fyrir á alþjóðavettvangi.

„Ísland er fyrsta og eina landið af 51 óvinaríki til þess að loka sendiráði sínu í Rússlandi og erfitt verði að byrja upp á nýtt. Með þessu sé Ísland komið á fremsta vagn óvinaríkja Rússlands. Svo virðist sem um einhliða ákvörðun Þórdísar Kolbrúnar að ræða“segir Haukur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila