Tveggja ára frosið innflutt kjöt ekki mjög spennandi kostur

Ragnar Guðmundsson veitingamaður í Laugaási og Sigurður V. Gunnarsson forstjóri Kjötsmiðjunnar

Lambakjöt sem hefur verið geymt í frysti í tvö ár er ekki mjög spennandi kostur fyrir neytendur. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ragnars Guðmundssonar veitingamanns í Laugaási og Sigurðar V. Gunnarssonar forstjóra Kjötsmiðjunnar í þættinum Matur og heilbrigði í dag en þeir voru þar gestir Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra.

Í þættinum ræddu þeir Ragnar og Sigurður meðal annars innflutning á tveggja ára gömlu frystu lambakjöti frá Nýja Sjálandi

ég myndi ekki bjóða upp á þetta á mínum veitingastað, ég myndi alltaf velja íslenskt kjöt, það sem mestu skiptir að mínu mati er hvernig umgengin er um kjötið, hversu löng leiðin er frá bónda að sláturhúsi og svo geymsluaðferðirnar„segir Ragnar.

Sigurður segir að tveggja ára gamalt kjöt sé komið á síðasta snúning

við vitum hvernig fitan þránar með tímanum og þetta verður bara ekki bragðgott„,segir Sigurður og bætir við að hann hafi ekki orðið var við þann kjötskort sem sagður er vera í landinu.

Í þættinum var einnig rætt við Guðna Ágústsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra um kjötinnflutninginn “ íslenskir kaupmenn vilja ekki sjá þetta, neytendur vilja þetta ekki og svo þarf auðvitað að standa vörð um blessað íslenska lambið, auk þess er enginn kjötskortur til staðar„,segir Guðni. 

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila