
Megyn Kelly settist niður með Donald Trump fyrrverandi forseta til að ræða margvísleg efni, þar á meðal meðferð hans á Covid-19 heimsfaraldrinum, Dr. Anthony Fauci, og hina umdeildu „Operation Warp Speed.“ Viðtalið var „heitt“ þar sem Kelly grillaði Trump um nokkur af umdeildustu málum forsetatíðar hans.
Megyn Kelly eyddi engum tíma heldur skellti sér í að ræða samband Trumps við Dr. Fauci, sem hefur vægast sagt verið umdeildur persónuleiki, sérstaklega meðal íhaldsmanna. Kelly benti á, að Fauci hafi verið viðstaddur alla blaðamannafundi og jafnvel fengið „hrós forsetans.“ „Í mörg ár hefurðu sagt, að ástæðan fyrir því að þú rakst ekki Anthony Fauci væri sú, að hann hefði verið þar í langan tíma og að það hefði skapað eldstorm. Þú gerðir hann að stjörnu. Þetta er gagnrýnin á þig, að þú hafir gert hann að andliti kórónuveirunnar í Hvíta húsinu.“
Lokanir ríkja var á höndum ríkisstjóranna
Trump svaraði með því að gera lítið úr hlutverki Fauci í stjórn sinni og sagði Kelly að hann hefði ekki hrósað Fauci. Trump sagði, að líklega hefði einhver í stjórn sinni gert það og bætti við, að hann „hefði valtað yfir margt af því“ sem Fauci mælti með og leyft ríkisstjórunum að taka eigin ákvarðanir. Trump sagði:
„Leyfðu mér að segja þér aðeins frá Fauci. Fauci var mjög mikilvægur í stjórn Biden. Ef þú veist af því, þá vildi hann ekki stöðva Kína. Hann vildi leyfa öllum að koma frá Kína. Ég stoppaði það. Ég keyrði yfir það. Ég keyrði yfir mikið af því sem hann gerði. Hann var alls ekki mikilvægur fyrir mig.“
„Núna þegar allt þetta er sagt, þá hefur hann verið þarna í mörg ár. Hann var virtur. Hann missti mikla virðingu vegna Covid en hann naut virðingar. Talandi um Covid, ef þú veist hvað ég gerði, þá lét ég ríkisstjórana stjórna ríkjum sínum og margir ríkisstjórar opnuðu ríki sín, sumir þeirra gerðu það ekki … Mörgum ríkjum var ekki lokað. Ég leyfði ríkisstjórunum að gera það. Ég leyfði líka ríkisstjórum demókrata að gera það, en ég held að enginn þeirra hafi gert það.“
Enginn sérstakur aðdáandi Fauci
Kelly ræddi þá um stuðning Faucis fyrir grímunotkun „Viltu ekki fara aftur til baka og reyna að klippa vængina hans? Þessi maður var að þrýsta grímunotkun á okkur. Hann vildi beita ýtrustu aðgerðum í sérhverri beygju.“ Trump varði nálgun sína og sagði að hann væri „ekki sá sem kennir kerfinu um“ og að hann hafi „gert hluti sem eru miklu verri“ en að reka ekki einhvern. Hann minntist einnig á þátt sinn í að reka fólk, þar á meðal fyrrverandi FBI forstjórann James Comey, sem hann lýsti sem hluta af „djúpríkinu.“
„Ég er ekki sá sem kenni kerfinu um, að ef þú ert í opinberri þjónustu eða ef þú hefur einhverja aðra vernd, þá geturðu ekki verið rekinn. Ég hef gert hluti sem eru miklu verri en það. Ég var ekki mikill aðdáandi Fauci. Ef þú horfir á Ron DeSanctimonious, þá sagði hann stórkostlega hluti. Ég get látið þig hafa greinar. Þessi Fauci er frábær. Hann er dásamlegur. Við elskum hann. Við gerum ekkert án Fauci. Þetta hélt áfram í marga mánuði. Hann lokaði Flórída í langan tíma. Ég er ekki að reyna að kenna neinum um, en hann ætti að segja, að hann hafi lokað…“
Enginn vissi hvað Covid var í byrjun
Kelly ræddi um Yfirhraða verkefnið „Operation Warp Speed“ sem var frumkvæði Trumps til að flýta fyrir þróun Covid-19 bóluefna. Kelly spurði hvort Trump sæi eftir því að hafa flýtt fyrir bólusetningunum, í ljósi þess að þau hafa bæði hjálpað og skaðað fólk. Kelly sagði: „Þetta kemur frá aðdáendum þínum. Þetta er spurning númer eitt sem þeir vildu að ég myndi spyrja þig, að þú lokaðir landinu í sex vikur vorið 2020…“ Trump var fljótur að skýra:
„Ég gerði það í rauninni ekki… ég lét ríkisstjórana um að ákveða. Sumir lokuðu og aðrir ekki. Sjáðu, þegar þetta kom upp, þá vissi enginn hvað í ósköpunum þetta var. Það hljómaði eins og heimsfaraldur úr fortíðinni. Maður hélt að þetta væri fyrir 200 árum eða frá 1917. Við héldum aldrei að við fengjum heimsfaraldur. Enginn hafði lét sér koma það til hugar. Við fengum fréttir af því að slæmir hlutir væru að gerast í Kína í kringum Wuhan heilsugæslustöðina og það var ég sem sagði að þetta væri á Wuhan heilsugæslustöðinni og ég hélt mig við það. Og það var það. Veiran kom algjörlega frá rannsóknarstofu Wuhan.“
Sjá viðtalsþáttin hér að neðan: