Meira en þúsund börn og unglingar í glæpahópum Svíþjóðar

Christoffer Bohman, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Sörmland, er ötull baráttumaður gegn glæpahópum Svíþjóðar. Hann segir lögrelguna hafa borið kennsl á um 1.200 klíkuglæpamenn í Svíþjóð, sem eru yngri en 18 ára og 170 börn undir 15 ára aldri. Raunveruleg tala getur samt verið mun hærri.

Yfir 1.200 klíkuglæpamenn á aldrinum 10 – 18 ára

Lögreglan hefur borið kennsl á um 1.200k líkuglæpamenn í Svíþjóð, sem eru yngri en 18 ára og 170 börn yngri en 15 ára. En raunveruleg tala getur verið miklu hærri. Lögreglan segir að það verði að endurbæta vinnuna gegn glæpahópunum svo draga megi úr upptöku nýliða í hópana. Christoffer Bohman, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Sörmland segir í viðtali við sænska sjónvarpið:

„Það er líka lykillinn að því að draga úr skotárásunum.“

Skotárásir hafa stóraukist í Svíþjóð eins og sjá má á myndinni hér að ofan yfir 5 mánaða árlegt tímabil.

Nær helmingur allra skotárása á sér stað utan stórborganna. Í Eskilstuna, sem hefur sérstaklega orðið fyrir barðinu á byssuofbeldinu, sér lögreglan hvernig sífellt fleiri unglingar dragast inn í ofbeldið.

Alls er um að ræða 16 skotárásir það sem af er þessu ári, þar af fimm í einni og sömu götu í hverfinu Årby norðan við miðbæ Eskilstuna. Lögreglan tengir atburðina við yfirstandandi átök milli tveggja mismunandi glæpahópa. Christoffer Bohman, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnarí Sörmland, sem starfaði áður í Järva og Sollentuna segir:

„Á þessum stað hangir annar hópurinn og þarna hittast og umgangast glæpamennirnir og þar eru glæpir framdir. Þetta er s.k. fíkniefnavettvangur, sem þýðir að þegar annar hópurinn notar tækifærið og er á staðnum, þá verða skotárásir.“

11 ára börn notuð til að geyma og flytja vopn

Það er fjölmennt á fíkniefnamarkaðinum og það skapar átök. Á sama tíma býr margt ungt fólk í hliðarsamfélögum og sækist eftir fyrirmyndum. Það þýðir að sífellt fleira ungt fólk sogast inn í ofbeldið í borginni og byrja t.d. á því að flytja og geyma vopn:

„Það eru tíu og ellefu ára börn, sem við sjáum í þessu og ekki bara einu sinni, heldur er það raunmyndin sem kemur fram. Við erum líka með fjórtán, fimmtán og sextán ára krakka, sem eru harðsvíraðir glæpamenn.“

Könnun lögreglunnar sýnir að um 1.200 netglæpamenn í Svíþjóð eru yngri en 18 ára. Um 170 þeirra eru undir 15. En tölurnar eru líklega hærri en það. Christoffer Bohman segir:

„Við erum að tala um mjög unga einstaklinga, þetta er hópur sem við höfum frekar llitla stjórn á. Ferðalag þeirra til róttækni er mjög stutt, frá því þeir hætta venjulegu lífi sínu þar til þeir eru tilbúnir að nota skotvopn, getur verið afskaplega stutt. Við erum með fjölda atvika, þar sem fólk hefur farið frá því að fremja ekki svo marga glæpi yfir í að beita skotvopnum.“

„Við erum með samfélag, sem tekur ekki á þeim ungu og einhvers staðar þar verða langtímastarfsáætlanir að vera. Við verðum að endurbæta störf okkar til að koma í veg fyrir, að unglingarnir fari inn á þessa braut og einnig að vera mjög snemma til staðar, þegar þeir gera mistök.“

Verður að losa um þagnarheimildir á milli mismunandi yfirvalda

Tíminn að stöðva ferlið er stuttur og það krefst skjótra aðgerða og náins samstarfs við önnur stjórnvöld.

„Það krefst þess líka, að við slátrum einhverjum heilögum kúm“ segir Christoffer Bohman og tekur sem dæmi leynd yfirvalda en þagnarskylda gerir það að verkum, að yfirvöld mega ekki deila mikilvægum upplýsingum, hvert með öðru.

„Við höfum lengi verndað sérstöðuna mjög mikið og það gæti verið eitthvað sem við þurfum að endurskoða.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila