Meira vindmylluklúður í Svíþjóð í sveitarfélögunum Örebro og Kumla

Sagt var að orkufyrirtækið Kumbro Vind, sem er í eigu Örebro- og Kumla-sveitarfélaga, myndi ná einstökum árangri. Útkoman varð hins vegar allt önnur.

„Endurnýjanlegt rafmagn frá okkar eigin vindmyllum“ – segir í stórri fyrirsögn á heimasíðu Kumbro Vind. Rétt fyrir neðan má lesa að „Rekstur Örebro og Kumla sveitarfélaga er sjálfbær með endurnýjanlegri raforku í eigin eigu.“ Hljómar vel en fjarri raunveruleikanum.

Þurftu að kaupa rándýrt rafmagn á markaðinum því vindmyllurnar snérust ekki

Kumbro Vind AB átti að sjá bæði skólum sveitarfélaganna, heimilum aldraðra, götulýsingu, skólphreinsistöðvum og fleira fyrir ódýru til ókeypis rafmagni með vindorkuverum sínum. En þegar vindurinn hlýddi ekki skipunum stjórnmálamanna neyddist fyrirtækið þess í stað til að kaupa rafmagn, sem framleitt var með traustari virkjunum, til að standa við skuldbindingar sínar.

Eftir lognið þegar fyrirtækið neyddist til að kaupa raforku á ríkjandi háu raforkuverði á markaðinum, þá sitja menn upp með gríðarlegan fjárhagshalla upp á heilar 50 milljónir sænskra króna. Þar sem fyrirtækið er í eigu sveitarfélaganna, þá lendir nótan á herðum skattgreiðenda.

Þegar á síðasta ári sáu eigendur fyrirtækisins að vindorkuframkvæmdirnar voru mistök. Þá var tapið 19 milljónir sænskra króna. Engu að síður var haldið áfram eins og ekkert væri og í ár er hallinn kominn upp í 25 milljónir sænskra króna.

„Framlag eigenda“

Formlega fer félagið nú fram á „fjárframlag eigenda“ eins og sagt er á fínu máli, þegar verið er að seilast í vasa skattgreiðenda. Því ekki þurfa pólitíkusar sveitarfélaganna að borga fyrir klúðrið sem þeir hafa skapað með „grænu stefnunni“ heldur verða peningarnir sóttir úr veskjum íbúanna.

Stjórnmálamenn eru farnir að hiksta illilega yfir grænum fjárfestingum í staðbundinni vindorku. Þeir vita að skattgreiðendur munu svara fyrir sig með atkvæðaseðlinum í næstu kosningum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila