Meirihluti Svía vilja að Svíþjóð sé konungsveldi – einungis 11% vilja koma á lýðveldi

Sænska konungshúsið. Fremri röð frá vinstri: Drottning Silvia, Svíakonungur Carl XVI Gustaf, Krónprinsessa Victoría með börnum sínum, Prinsessu Estelle til vinstri og Prins Oscar til hægri. Aftari röð frá vinstri: Prinsessan Sofia, Prins Carl Philip, Prinsessan Madeleine og Prins Daniel. Á myndina vantar Prinsessu Birgitta. Mynd: Linda Broström © Kungl. Hovstaterna, Kungl. Huset.

Nýjasta könnun rannsóknarstofnunarinnar Som Institute sýnir að traust á sænsku konungsfjölskyldunni er jafnt og þétt stöðugt. Einnig traust sænsku þjóðarinnar á Karl XVI Gústaf konungi, sem heldur upp á 50 ára valdasetu í ár. 54% svöruðu að Svíþjóð eigi að vera konungsveldi, 20% vildu afnema konungsveldið.

Einungis 11% vilja koma á lýðveldi

Jafnframt fækkar þeim sem eru opnir fyrir því að breyta ríkisskipaninni. Þegar spurt var, hvort Svíþjóð ætti að innleiða lýðveldi með kjörnum forseta voru aðeins 11% jákvæð slíkri breytingu. 68% telja það slæma tillögu að taka upp lýðveldi. Stuðningur við lýðveldið hefur ekki verið svona lítill síðan 2001. Skýringuna má hugsanlega rekja til krónprinsessu Victoria, sem er vinsælasta opinbera persóna sem mælst hefur í könnuninni með +28 á kvarða sem frá -50 til +50. Þar með slær hún út bæðri Barack Obama og Jens Stoltenberg sem áður voru ofarlega á listanum. Ulrika Andersson, fræðimaður við Som Institute og ábyrg fyrir könnuninni segir:

„Jafnvel fólkið sem telur að afnema eigi konungsveldið hefur almennt jákvæða ímynd af krónprinsessunni, sem hlýtur að skapa góð skilyrði fyrir setu í valdastóli í framtíðinni.“


Í kóngahúsinu eru konungur og drottning og aðrir sem standa krúnunni nærri með stöðu samkvæmt titlinum Konungleg hátign; það er krónprinsessufjölskyldan, prinsparið, Madeleine prinsessa og Birgitta prinsessa. Auk kóngahússins reiknast önnur barnabörn konungs, aðrar systur konungsins og eiginkona hins látna frænda konungs til konungsfjölskyldunnar

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila