Mercola 2: „COVID heimsfaraldurinn er valdarán, alþjóðleg yfirtaka samkvæmt Endurræsingunni miklu“

Þetta er kafli 2 í grein Dr. Joseph Mercola

Kafla 1 má sjá hér

Kafla 3 má sjá hér

Dagskrá 21 lagði grunninn

Árið 1992 var Agenda 21 stofnuð. Það var tilurð sjálfbærrar þróunar. Þar var þeirri kenningu lýst opinberlega. Dagskrá 21 og samningurinn um líffræðilegan fjölbreytileika, sem fór fram á sama tíma var dagskrá 21. aldarinnar.
Eins og Wood útskýrði, var Agenda 21 grundvallaratriði í þeim skilningi, að það útlistaði alla atburði sem voru settir á laggirnar og breytingarnar, sem eru framkvæmdar í dag. Málið er, að enginn fylgdist í raun og veru með því, hvert hlutirnir stefndu, hverjar yrðu endanlegar afleiðingar Agenda 21. Auðvitað voru þeir, sem sáu hendina á veggnum, svívirtir sem „brjálaðir samsæriskenningasmiðir.“

Það kom út frábær bók árið 1994 sem heitir Sölumenn jarðarinnar „The Earth Brokers.“ Höfundarnir tveir voru fræðimenn. Þeir voru líka upprunalegi umhverfishópurinn. Þeir voru ekki endilega á okkar hlið, en þeir fóru á ráðstefnu Agenda 21 góðri trú og töldu, að það yrðu einhverjar samningaviðræður til að draga úr þróuninni, sem var að klúðra þriðja heiminum og til að reyna að tjösla plánetunni saman aftur.

Þeir fóru í von um að koma einhverju góðu áleiðis en snéru aftur fullkomlega vonsviknir frá Agenda 21 ráðstefnunni … Í bók sinni gagnrýna þeir allt ferli Agenda 21. Þeir byrja eitthvað á þessa leið:

„Við höldum því fram að USAID – ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um efnahagsþróun – hafi einmitt ýtt undir þá tegund iðnaðarþróunar, sem hefur skaðleg áhrif á umhverfið, jörðina og íbúa hennar. Við sjáum hvernig USAID gerir þá ríku ríkari og þá fátæku fátækari, samtímis sem sífellt meira af plánetunni skaðast í því ferli. Hvað getum við sagt annað en „amen“ við því. Hingað erum við komin í dag. Það er nákvæmlega það sem hefur gerst.“

Áætlunin um að eiga allt líf og að stjórna öllu lífi

Sölumenn jarðar „The Earth Brokers“ fóru einnig yfir það, sem þeir lærðu af sáttmálanum um líffræðilegan fjölbreytileika, sem var samhliða ráðstefnu Agenda 21. Það voru sömu þátttakendur, bara tvær mismunandi hugmyndir, sem ræddar voru á sömu ráðstefnunni.

„Þeir skrifuðu um sáttmálann um líffræðilegan fjölbreytileika, sem er orðinn ótrúlega mikilvægur í dag fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Þeir sögðu að sáttmálinn legði fjölbreytileika lífsins óbeint að jöfnu, þ.e.a.s. dýra og plantna við fjölbreytileika erfðakóða. Þannig verður fjölbreytileiki eitthvað sem nútímavísindi geta ráðið við. Það stuðlar að því, að líftækni sé nauðsynleg fyrir varðveislu og sjálfbæra nýtingu líffræðilegs fjölbreytileika.“

Í fyrsta lagi þá endurskilgreindu þeir hugtakið líffræðilegur fjölbreytileiki en sögðu líka, að aðalatriðið sem stefnt væri að með líffræðilegum fjölbreytileikasáttmála, væri spurningin um eignarhald og yfirráð yfir líffræðilegum fjölbreytileika. Helsta áhyggjuefnið var að vernda lyfjaiðnaðinn og nýjan líftækni-iðnað. Það var þeirra mat.“

Í dag getum við sagt: „Bingó!“ Það er nákvæmlega það sem gerðist þá, og þetta er einmitt það sem er að gerast í dag, að við sjáum erfðafræðilega yfirtöku lífsins á plánetunni Jörð. Þeir hafa fengið fræin, þeir hafa fengið plönturnar, þeir hafa fengið dýrin.

Í dag eru tæknikratarnir einnig að færa sig inn í erfðafræðilega kóða mannsins. Yfirlæknir Moderna, Tal Zaks, hefur til dæmis lýst því yfir, að Moderna, sem þróunaraðili mRNA COVID bóluefna, sé að „brjótast inn í hugbúnað lífsins.“ Hann lýstir erfðakóða mannsins, sem stjórnkerfi og ef þér tekst að breyta stjórnkerfinu með nýrri kóðalínu eða með því að breyta kóðalínunni, þá geturðu breytt því hvernig stjórnkerfið virkar.

Síðan 1992 hafa verið búið til lög til að vernda Lyfjarisana. Það má segja, að Agenda 21 1992 hafi verið undirbúningur fyrir valdarán. Þeir lögðu grunninn á þeim tíma til að vernda lyfja- og líftækniiðnaðinn, sem þeir vissu að væri að koma. Og í dag er erfðafræðileg samsetning mannkyns uppi á teningnum.

Uppruni Tæknikratíunnar

Hins vegar nær tæknikratían lengra aftur en en til tíunda áratugsins. Handskrifuð bréf frá fjórða áratug síðustu aldar sýna, að sumir upphafsmenn tæknikratísku hreyfingarinnar höfðu lent í deilum við dagblaðaveldi Hearst og af þeim sökum bönnuðu þeir blaðamönnum að ræða við þá um tæknikratísku hugmyndafræðina. Þess vegna fór tæknikratían neðanjarðar og var eins og jörðuð í nokkra áratugi. Wood útskýrir:

„Það sem gerðist var að Howard Scott, einn af stofnendum Technocracy Inc. var einnig leiðtogi hópsins við Columbia háskóla, þegar hann var til húsa þar árið 1932. Hann hafði kynnt sig sem löggiltan verkfræðing og einn af gáfuðu strákunum, sem myndi passa inn í háskólann. Hann var ekki frá Kólumbíu, en hann leiddi [tæknikratísku] hreyfinguna þar.

Það kom í ljós á meðan hann var þar, að hann var algjör svindlari. Hann hafði alls enga verkfræðigráðu. Hann var bara froðusnakkur. Hann var í grundvallaratriðum svikahrappur – og Nicholas Murray Butler, forseti Kólumbíu … varð æfareiður og rak Scott út úr Kólumbíu …

Howard Scott vann ötullega í fjölmiðlum og honum tókst að fá dagblaðaveldi Hearst til að fá greinar um tæknikratíuna birta um allt land.

Þegar Randolph Hearst uppgötvaði, eins og Butler gerði, að hann var farþegi í annarri ferði og að fjölmiðlaveldi hans var notað, þá trylltist hann og sendi út símskeyti til allra dagblaða í landinu og sagði: „Hver sá sem einhvern tíma nefnir tæknikratíu aftur verður rekinn.’

Að þessu sinni var málunum bjargað. Sögubækur eru yfirleitt 25 ára á eftir. Sagnfræðingar fara ekki til baka til síðasta árs að sækja efni til að skrifa í sögubækur. Þeir fara 25 ár aftur í tímann og þeir líta í kringum sig og þeir lesa blaðagreinar og hvaðeina og reyna að komast að því hvað gerðist. Þannig skrifa þeir sögu.

Þannig kom stórt gat í sögu tæknikratíuhreyfingarinnar vegna þess að hún datt bara út. Allt í einu voru engar blaðagreinar. Það er bara eins og hreyfingin hafi gufað upp. Hinn mikli og mjög svo viðurkenndi vísindamaður og verkfræðingarnir í Kólumbíu, sem básúnaðu um tæknikratíuna árið áður, þorðu núna allt í einu ekki að nefna orðið.“

Wood uppgötvaði að lokum stórt háskólaskjalasafn við háskólann í Edmonton í Alberta, þar sem allir leiðtogar kanadísku tæknikratíuhreyfingarinnar höfðu sameinað pappíra sína á tíunda áratugnum.

Skjölunum var komið fyrir í vöruhúsi, þar sem þau voru árum saman, þar til skrá yfir þau birtust loksins á netinu. Það var sannarlega fjársjóður. Wood og kona hans keyrðu til Edmonton og eyddu viku í að fara í gegnum og afrita efni. Eftir það var ekki mjög erfitt að sundurliða, hvernig stefnu tæknikratanna hafði verið þróuð áfram og er verið að hrinda í framkvæmd.

Alræði – tæknikratía

Þó ytra tjáning tæknikratíunnar muni birtast sem alræði, er stjórnarmiðstöðin ekki einræðisherra. Frekar en einn einstaklingur, sem ræður ríkjum samkvæmt tilskipuninni, treystir tæknikratían á stjórn með tækni og reikniritum. Þetta er mjög mikilvægur munur. Í stuttu máli sagt, það er ekkert fólk á bak við tjaldið, sem togar í strengi. Það er enginn einstaklingur til að ásaka eða draga til ábyrgðar. Wood segir:

„Einræðisherrann“ er algóriðmi. Þegar við skoðum Google sérstaklega undanfarin ár, þá sjáum við þetta í verki. Við sjáum þetta í ritskoðun samfélagsmiðla og í félagslega lánakerfinu í Kína.

„Hin svokallaða gervigreindaruppsveifla hefur skapað möguleika á að stjórna fólki með algóriðmum frekar en pólitískum fyrirmælum. Þetta hefur verið baráttan á milli tæknikrata og ríkisstjórna frá því að tæknikratían hófst. Á sínum tíma hötuðu þeir ríkisstjórnina. Þeir vildu losna við ríkisstjórnina. Sú tilhneiging er til staðar enn í dag.

Þú sérð það á World Economic Forum, þú sérð það á Sameinuðu þjóðunum. Þeir vilja leysa upp þjóðstjórnir heimsins. Sögulega þá hafa innlend stjórnvöld myndað fasisma og kommúnisma. Þessir aðilar eru á lista tæknikratíunnar. Við sáum þetta m.a. nýlega. Það var ráðstefna í Dubai, sem hét Leiðtogafundur heimsstjórnarinnar „World Government Summit“ [29.-30. mars 2022].

Sameinuðu þjóðirnar voru aðili fundarins og það var fullt af ofurríku fólki þar. Ein sem var þar, Pippa Malmgren, frá Bandaríkjunum, býr og starfar í Bretlandi, þar sem hún sinnir fjármálaauðsstjórnunarþjónustu fyrir þá ofurríku.

Hún talaði um eyðileggingu gjaldmiðlakerfisins og sagði, að þegar það myndi gerast þá yrðu einfaldlega umskipti. Allir gjaldmiðlar munu hverfa og í staðinn verður útfærsla með stafrænum gjaldmiðli. Hún benti líka á, að þjóðríkisskipan heimsins fari hratt hnignandi núna. Hún sá, býst ég við, að þjóðríkin eru skotmark eyðileggingarinnar. Þau verða að fara.“

Þetta hefur verið í vinnslu í nokkurn tíma. Sjáðu Evrópusambandið. Þó að Evrópa eigi landamæri, hafa aðildarríki ESB nánast ekkert vald til að gera neitt lengur. Þau eru undirgefin óskum ESB. „Þess vegna kalla margir í Evrópu ESB tækniríki, þeir eru hópur tæknikrata-elítu – þeir eru ókosnir, þeir eru óábyrgir,“ segir Wood.

Enginn kemst að þeim og þeir eru að taka ákvarðanir fyrir alla aðra. Svo, á meðan þjóðríkin eru enn til staðar að nafninu til, þá eru þau svipt fullveldi sínu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin er nú einnig í því ferli að svipta þjóðir fullveldi sínu í gegnum svokallaðan heimsfaraldurssáttmála, sem mun veita WHO áður óþekkt völd og áhrif til að stjórna á bak við hulu „alheimslífsöryggis“.

Við sjáum líka tæknikratíið í fyrirtækjum eins og Google, sem blandar sér í málefni þjóða, sem hefur oft meira vald yfir fólki en ríkið sjálft. Svo það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því, að óvinurinn er ekki þjóðríki.

Óvin nútímans er ekki hægt að bera saman við neitt sem þjóðríki hafa skapað í fortíðinni eins og fasisma, kommúnisma eða sósíalisma. Þetta er algjörlega glænýtt fyrirbæri. Þó að tæknikratían upplifist sem alræði, þá er alræði nútímans afsprengi tæknikratíu og er ekki hægt að bera það saman við fyrri alræðisstjórnir. Wood varar við:

„Ef við setjum það í samhengi við yfirtöku á erfðavísum jarðar, þá er þetta hættulegur farmur, sem við stöndum frammi fyrir. Það er ekki bara stjórnarhlið málsins. Það er ekki bara hluti af vísindalegu einræði, þar sem hægt er að stjórna fólki til að gera hluti, sem það vill ekki gera. Við erum að tala um beina yfirtöku á erfðamengi mannkyns. Þetta er ótrúlegur hlutur, því það þýðir hugsanlega að hægt sé að breyta erfðamengi mannkyns.“ 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila