Metfjöldi nýfæddra barna deyja – sérfræðingar sjá engin tengsl við bóluefnin

Ungbarnadauði meira en tvöfaldast í Skotlandi

Ungbarnadauði í Skotlandi hefur aukist mikið og var aðvörun gefin eftir að 18 nýfædd börn dóu innan fjögurra vikna eftir fæðingu í mars mánuði. Bresk yfirvöld hafa sett í gang rannsókn á því, hverjar orsakirnar eru en samkvæmt sérfræðingum leikur enginn grunur á að barnadauðinn tengist bóluefninunum gegn Covid-19.

Sarah Stock, fræðimaður í mæðravernd við Edinborgarháskóla, segir í viðtali við Herald Scotland, að henni finnist tölurnar „valda miklum áhyggjum“ og að ástæðurnar að baki þeim séu óþekktar.

„Ekkert bendir til þess, að dauðsföll nýfæddra séu vegna covid-19 sýkingar í nýburum. Sem betur fer er dánartíðni í covid-19 meðal ungbarna mjög lág, svo það er ekki covid-19 sem veldur andláti þeirra nýfæddu.“

Sarah Stock segir einnig í öðru viðtali við BBC, að þegar sé hægt að hafna tengslum við covid-19 bólusetningaráætlunina. Segir hún það þegar vitað, að covid 19 bóluefni séu örugg á meðgöngutíma.

Þar sem gengið er út frá því sem vísu, að bóluefnið sé öruggt á meðgöngutímanum, þá verður að leita skýringarinnar á stórauknum ungbarnadauða annars staðar. Eins og til dæmis, að óbein áhrif heimsfaraldursins á heilbrigðisþjónustu vegna veikindaleyfa og skorts á starfsfólki, gæti hafa haft afleiðingar á meiri ungbarnadauða.

Undir venjulegum kringumstæðum er ungbarnadauði um 2 af hverjum 1.000 fæðingum. Í mars var hins vegar ungbarnadauðinn í Skotlandi 4,6 af hverjum 1.000 fæðingum og í septemper s.l. þá dóu 21 nýfædd börn innan við fjórar vikur sem gerir töluna að 4,9 af hverjum 1.000 fæðingum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila