Mette Fredriksen biðst lausnar fyrir dönsku ríkisstjórnina í dag

Í dag biðst Mette Fredriksen fer á fund drottningar í dag og biðst lausnar fyrir sig og ríkisstjórnina. Reiknað er með að hún fái umboð til að mynda ríkisstjórn að nýju. Eftir úrslit kosninganna í gær er ekki lengur grundvöllur fyrir sömu ríkisstjórn að halda áfram.

Óljóst var inn í síðustu mínútur talningar hvernig atkvæðin skiptust á milli hægri og vinstri. Þegar búið var að telja atkvæðin frá Grænlandi og Færeyjum varð ljóst að vinstri hliðin vann með minnsta naumlega meirihluta, einum þingmanni yfir hægri blokkina.

Með 87 þingsæti frá Danmörku, eitt færeyskt og tvö sæti frá Grænlandi hefur rauða blokkin 90 af 179 þingsætum þingsins.

Sósíaldemókratar segjast sækjast eftir breiðri miðjustjórn en búast má við erfiðum stjórnarmyndunum og ekki útilokað að nýr flokkur Móderata undir leiðsögn Lars Løkke Rasmussen fái vogmeistarahlutverk og einhverjir af þeim smáflokkum sem sósíaldemókratar telja fylgja sér, fari yfir til vinstri blokkarinnar.

Sósíaldemókratar fengu 27,5%, borgaralegu Venstre 13,3%, Móderatarnir 9,3%, Sósíalistar 8,3%, Danmerkurdemókratar 8,1%, Bandalag frjálslyndra 7,9%, Íhaldsmenn 5,5%, Einingarflokkurinn 5,2%, Róttækir vinstri 3,8%, Nýir borgaralegir 3,7%, Valkosturinn 3,3%, Danski alþýðuflokkurinn 2,6%, Frjálsir grænir 0,9% og Kristdemókratar 0,5%.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila