Mótmælin gegn Mike Pence eru leifar af gömlu kanahatri

Mótmæli sem ellefu samtök stóðu fyrir vegna komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands í síðustu viku eru einungis leifar af gömlu kanahatri sem lengi hefur verið landlægt innan ákveðinna hópa hér á landi.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðbjörns Guðbjörnssonar stjórnsýslufræðings og óperusöngvara í síðdegisutvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Guðbjörn bendir á að flestir bandaríkjamenn horfi á veröldina öðrum augum en við hér á Íslandi

þeir eru trúaðir og fara eftir þeim gildum sem því fylgir og fólk ætti að hafa það í huga þegar gestir sem þessir koma til landsins, þeir eru á allt öðrum stað en við þegar kemur að þessum málum„,segir Guðbjörn. 

Hann telur Mike Pence ekki hafa móðgast vegna mótmælanna „ hann hefur líklega ekkert móðgast við þetta en þetta er auðvitað frekar dónaleg framkoma við hann„.

Hlusta má á þáttinn i spilaranum hér að neðan



Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila