Mikið álitamál að framselja vald í sóttvarnarmálum með einfaldri tilvísun í erlenda reglugerð

Það er mikið álitamál hvort hægt sé að framselja hér vald í sóttvarnarmálum með tilvísun í erlendar reglugerðir (alþjóðaheilbrigðisreglugerðina) sem settar séu í íslensk lög. Þetta segir Logi Kjartansson lögfræðingur en hann var gestur Valgerðar Snæland Jónsdóttur ásamt Leifi Árnasyni flugstjóra.

Logi segir að einnig þurfi að taka tillit til almennra krafna réttarríksins um fyrirsjáanleika, stöðugleika og skýrleika þeirra laga sem sett eru og þeirra tilvísana sem vísað sé til. Þá sé það einnig lykilatriði að lög sem sett séu standist stjórnarskrá en þegar fjallað sé til dæmis um inngrip í líf fólks þá eigi mannréttindakafli stjórnarskrárinnar við, þá geti persónuverndarlög einnig átt við í einhverjum tilvikum.

Upplýst samþykki þarf ávallt að liggja fyrir við vísindarannsóknir

Hann segir að ýmsu að huga þegar kemur að sóttvarnarlögum og tengsl inn í alþjóðareglugerðina. Það þurfi alltaf að liggja fyrir upplýst samþykki einstaklinga þegar þeir gangist undir aðgerðir eins og bólusetningar og sér í lagi þegar verið sé að gera vísindarannsókn í tengslum við faraldra eða klíniska rannsókn. Á dögunum upplýsti Helga Þórsidóttir forstjóri Persónuverndar einmitt um vísindarannsókn Kára Stefánssonar sem byrjað var á að framkvæma áður en leyfi persónuverndar til rannsóknarinnar lá fyrir. Var sú rannsókn óviðkomandi sóttvarnarmálum.

Þvingunaraðgerir verða að hafa lagastoð.

Þá segir Logi að þegar grípa á til þvinganna í skjóli sóttvarnarráðstafana þá sé ekki nóg að henda fram að grunur liggi fyrir um smit eða slíkt, heldur þurfi að vera áþreifanlegar sannanir fyrir slíku. Ekki gangi upp að láta einungis huglægt mat ráða því og þá þurfi þvingunarráðstafanir einnig að eiga sér stoð í lögum og þær þurfa að vera skýrar.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila