Mikill fjöldi leiðtoga heims þátttakendur á Davos-ráðstefnu WEF næstu viku – 5 þúsund hermenn gæta glóbalistanna

Svissneski herinn hefur nú hafið undirbúning fyrir úrvalsfundinn í Davos í ár sem World Economic Forum, WEF, stendur fyrir í næstu viku. „And-WEF mótmæli“ eru fyrirhuguð, segir dagblaðið Blick. 3.000 útvöldum einstaklingum hefur verið boðið, þar á meðal nokkrum ráðherrum sænsku ríkisstjórnarinnar, sem þó hafa ekki allir enn þegið boðið.

Samstarf í sundruðum heimi

Ársfundur glóbalistanna fer fram dagana 16.-20. janúar í Davos í Sviss þ.e.a.s. byrjar á mánudaginn í næstu viku. Svissneski herinn hefur þegar hafið undirbúning fyrir fundinn en alls verða 5.000 hermenn sendir á vettvang, að sögn Blick. Verkefni hersins er að aðstoða borgaraleg yfirvöld við að sinna öryggisverkefnum á fundi WEF, sem í ár ber yfirskriftina „Samstarf í sundruðum heimi“.

Eftir hinn svokallaða heimsfaraldur, bólusetningarherferðir, loftslagsmóðursýki og umboðsstríð gegn Rússlandi, þá hefur gagnrýni á World Economic Forum og aðrar alþjóða stofnanir flætt yfir barma á samfélagsmiðlum. Það sem áður var litið á sem tiltölulega meinlausa fundi fyrir „elítuna“ og valdamenn eru nú af mörgum talin alvarlegustu ógnirnar í heiminum eftir að hnattræningjarnir hafa laumað mönnum sínum í inn ríkisstjórnir heimsins, stýra ferðinni í þjóðþingum og lífi venjulegs fólks. Að sögn gagnrýnenda er „loftslagskreppan“ aðeins ein af mörgum „blekkingum“ sem notaðar eru til að miðstýra völdum í heiminum og ræna fólk lífsgæðum og efnahagslegum grundvelli með tilgangslausum loftslagssköttum.

WEF hefur eigin lögreglu

Svissneska blaðið Blick skrifar um fyrirhuguð mótmæli „andstæðinga WEF“ á svæðinu og að „WEF veki gagnrýni.“ Á síðasta ári voru óháðir blaðamenn umkringdir af „eigin lögreglumönnum“ World Economic Forum í Davos. Báru þeir merki með áletruninni „World Economic Police“ og undarlegt tákn tveggja hyrndra vera. Sumir liðsforingjanna voru vopnaðir hríðskotabyssum.

Samkvæmt WEF munu um 2.700 leiðtogar heims, þar af 52 þjóðarleiðtogar, frá ríkisstjórnum, fyrirtækjum og borgaralegum samtökum 130 ríkja hittast til að „endurræsa samstarf ríkisstjórna og viðskiptalífsins til að skapa skilyrði sterkrar endurnýjunar“ að sögn yfirglóbalistans sjálfs, Klaus Schwab.

Fulla dagskrá má sjá hér.

Háttsettir stjórnmálaleiðtogar

Meðal þeirra sem mæta eru Olaf Scholz, kanslari Þýskalands; Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdarstjórnar ESB; Roberta Metsola, forseti ESB-þingsins; Yoon Suk-yeol, forseti lýðveldisins Kórea; Cyril M. Ramaphosa, forseti Suður-Afríku; Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar; Alain Berset, forseti Sviss 2023; Ilham Aliyev, forseti Azerbaijan; Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu; Gustavo Francisco Petro Urrego, forseti Colombia; Félix Tshisekedi, forseti Kongó; Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands; Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands; Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands; Maia Sandu, forseti Moldova; Aziz Akhannouch, forsætisráðherra Morocco; Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands; Ferdinand Marcos, forseti Philippines; Andrzej Duda, forseti Póllands; Aleksandar Vučić, forseti Serbíu; Samia SuluhuHassan, forseti Tanzania; Najla Bouden, forsætisráðherra Túnis.

Einnig

John F. Kerry, loftslagssendiboði Bandaríkjanna; Avril Haines, forstjóri öryggisráðs Bandaríkjanna; Martin J. Walsh, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna; Katherine Tai, viðskiptafulltrúi Bandaríkjanna; Chrystia Freeland, aðstoðarforsætisráðherra og efnahagsráðherra Kanada; Christine Lagarde, forstjóri seðlabanka ESB.

Leiðtogar helstu alþjóða stofnana

Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna; Kristalina Georgieva, forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins; Ngozi Okonjo-Iweala, aðalframkvæmdastjóri WTO; Jens Stoltenberg, aðalritari Nató; Tedros Adhanom Ghebreyesus, aðalritari Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar SÞ; Fatih Birol, forstjóri alþjóða orkumálastofnunarinnar, Catherine Russell, forstjóri UNICEF; Mirjana Spoljaric Egger, forstjóri alþjóðanefndar Rauða krossins.

Auk ofannefndra og annarra stjórnmálaleiðtoga sækja um 1.500 leiðtogar 700 stofnana viðskiptalífsins með 600 af hæst metnu forstjórum heims að mati WEF. Koma þeir m.a. frá fjárfestingaraðilum, orkugeiranum, iðnaðarframleiðslu og upplýsingatæknifyrirtækjum.

Deila