Mikilvægt að gæta þess að auðlindir landsins verði ekki eign gráðugra fjárfesta

Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra.

Það er geysilega mikilvægt að þess sé gætt að auðlindir Íslands verði ekki eign gráðugra fjárfesta, t,d hreina raforkan sem framleidd er hér á landi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Jón segir að hann sé ekki í nokkrum vafa að nú bíði fjárfestar eftir því að orkupakkinn verði samþykktur og ætli sér að gera sér mat úr því “ við höfum náð miklu betri árangri en Evrópusambandið, við erum hér með mjög hreina og verðmæta orkuauðlind sem er ekkert ótæmandi og við verðum að gæta þess mjög vandlega að hún verði nýtt á skynsamlegan máta, hún á ekki að fara í sjálfvirka áskrift hjá gráðugum fjárfestum sem ætla sér að fá ævilanga eilífðaráskrift á mánaðarreikningi íslenskra heimila og fyrirtækja fyrir nýtingu á orku, það er það sem að málið snýst um„,segir Jón Baldvin. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila