Miklar skemmdir eftir öflugan jarðskjálfta í Perú

Öflugur jarðskjálfti reið yfir í Norðurhluta Perú í morgun. Talsvert miklar skemmdir eru á íbúðarhúsum og öðrum mannvirkjum víða á svæðinu, en þó hafa ekki enn borist fregnir af slysum á fólki. Að sögn sjónarvotta sem tjáð sig hafa við erlenda miðla skapaðist mikil ringulreið þegar skjálftinn reið yfir og víða mátti sjá fólk hlaupa út úr húsum sínum af ótta við að þau kynnu að hrynja. Íbúar Perú eru þó ekki óvanir jarðskjálftum því þeir eru talsvert algengir þar í landi, en þessi skjálfti var talsvert öflugri en íbúar hafa vanist hingað til en skjálftinn sem var af stærðinni átta, hafði einnig áhrif víða en hann fannst meðal annars í Kólumbíu, Ekvador og Brasilíu.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila