Móðir Loftslags-Grétu segir hana búa yfir ofurhæfileikum – „getur séð koldíoxíð í andrúmsloftinu með augunum“

Í bókinni „Senur úr hjartanu“ sem móðir Loftslags-Grétu hefur skrifað segir að Gréta hafi nánast ofurhæfileika: „Hún getur séð koltvísýrling í andrúmsloftinu með berum augum.“ Bæði Gréta og yngri systir hennar Beata eru með fæðingargalla sem móðir þeirra segir að sé ekki einungis neikvæðir heldur hafi Gréta fengið einstakan hæfileika eins og t.d. myndrænt minni og minnist allra höfuðborga heims. Sá hæfileiki sem komið hefur barnastjörnunni að mestum notum er að hún er eina manneskjan í heiminum sem getur séð koldíoxíð í andrúmsloftinu með berum augum og hvernig það eykst með öllu afgasútblæstri. Skv. mömmu Malenu sér Gréta hvernig andrúmsloftið breytist þegar CO2 magnið eykst. Kemur þessi einstaka gáfa „að sjá það sem enginn annar getur séð“ m.a. fram í áhuga Grétu á efnafræði, t.d. getur hún talið upp öll grunnefnin á minna en mínútu. Koldíoxíð er litar -og lyktarlaus gastegund og breytir því ekki hvernig sólarljós brýst niður innan þess litrófs sem mannsaugað getur greint. Velta margir því fyrir sér hvort Gréta sé fyrsta manneskjan í sögunni sem hefur gáfu til að sjá á öðrum bylgjulengdum sem fram að þessu hefur aðeins verið möguleiki hjá teiknuðum ofurhetjum.

Sjá nánar hér og hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila