Mótmælaaðgerðirnar eru eins og húsbrot í hvalveiðiskipin – Ætlast til að lögreglan færi mat til brotamanna

Mótmæli vegna hvalveiða Hvals í Reykjavíkurhöfn og mótmælaaðgerðir í Færeyjum voru til umræðu í þætti Arnþrúði Karlsdóttur í dag en hún ræddi þau mál við Jens Guð bloggara sem þekkir vel til mála í Færeyjum.

Tvær erlendar konur hafa verið á annan sólarhring í tunnum í mastri hvalbátanna 8 og 9 sem liggja við bryggju við Reykjavíkurhöfn en gáfust upp á vistinni á þriðja tímanum í dag og komu sjálfviljugur niður og voru handteknar af lögreglunni. Jens og Arnþrúður ræddu þessa mótmælaaðgerð og sagði Arnþrúður að þetta væri sambærilegt við húsbrot á einkaeign á landi. Það sem vekur athygli er sú krafa frá stuðningsmönnum mótmælanna að lögreglan færi þeim mat og aðrar vistir ‘ það getur hver maður séð að það gengur ekki upp að lögreglan færi brotamönnum mat t.d. ef þetta væri hústökufólk’ sagði Arnþrúður. Einnig kom fram að lögreglan hefur þá skyldu að halda uppi allsherjarreglu og því taka þeir búnað sem þær hafa meðferðis til þess að ganga úr skugga um að þar leynist ekki sprengjuefni eða vopn og þessháttar búnaður.

Konurnar búist við að verða handteknar strax

Jens sagði að mótmælendur væru að sækjast eftir fjölmiðlaumfjöllun og vilja vekja á sér athygli því ættu fjölmiðlar ekki að fjalla um þetta sem þeim hætti sem hér er gert. Þessar konur eru meðlimir í nýjum samtökum á vegnum Paul Watson og eflaust á fullum launum fyrir að framkvæma slík skemmdarverk. Þau ferðast um heiminn og vekja á sér athygli. Þær hafi eflaust gert ráð fyrir að lögreglan færi í handtöku á þeim strax en ekki reiknað með að þær yrðu þarna afskiptar, á eigin vegum, i öllum þessum kulda. Það verður erfiðara að koma þessu í heimsfréttirnar fyrst þær voru ekki teknar í mastrinu og augljóst að þær fóru sér að voða á eigin ábyrgð.

Jens sagði að Færeyingar tækju mun harðar á svona aðgerðurm og hefðu meðal annars handtekið fólk strax og flutt það með þyrlu og skilið það eftir allslaust langt í burtu og á einhverjum eyjum svo þau geti ekki truflað veiðarnar frekar.

Hlusta á á þáttinn í heild sinni á hlekknum hér fyrir neðan


Athugið að hægt er að deila fréttinni á samfélagsmiðlum

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila