Mun nota forsetaembættið til að boða nýja hugmyndafræði – stöðva stríð og flóttamannastraum

Verði Ástþór Magnússon stofnandi Friðar 2000 og frambjóðandi til embættis forseta Íslands kjörinn mun hann nota áhrifavald forseta til þess að boða nýja hugmyndafræði í þeim tilgangi að stöðva stríð og þar með flóttamannastraum. Þá myndi Ástþór einnig nýta málsskotsrétt forseta þar sem það á við. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ástþórs í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur í dag.

Ástþór segir að sú hugmyndafræði sem hann myndi vilja innleiða sé sú sem hann hefur kynnt í bókinni Virkjum Bessastaði og byggir í stuttu máli á þeirri hugmynd að forseti Íslands verði helsti boðberi friðar í heiminum. Hann segir að með þessari hugmyndafræði væri hægt að koma með leiðir til þess til dæmis að leysa úr þeim deilumálum sem valdið hafa stríði í Miðausturlöndum og Úkraínu svo það verði aftur lífvænlegt á þeim svæðum.

Varaði við stríði í Úkraínu á árinu 2016

Hvað Úkraínudeiluna varðar rifjaði Ástþór upp í þættinum um hvað hún snýst í raun. Bendir Ástþór á að hann hafi varað við því þegar hann var í forsetaframboði árið 2016 að ef ekki yrði ekki gripið í taumana í Úkraínu væri þess skammt að bíða að þar brytist út stríð sem Ísland myndi blandast inn í og nú hafi það raungerst. Þá segir Ástþór að það sé athyglisvert að í allri umræðu um Úkraínustríðið sé hvergi mælt orð til friðar heldur hafi frekar verið talað fyrir því að taka hart á móti sem eykur bara enn á vandamálið.

Ísland getur verið í lykilhlutverki í friðarviðræðum

Aðspurður um hvernig forseti Íslands geti beitt sér segir Ástþór að til dæmis megi byrja á því að innleiða breytt hugarfar í þessum efnum hér á landi. Hér sé Sjálfstæðisflokkurinn mjög hlynntur hernaði og ekki séu Vinstri grænir skárri undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur. Sem forseti segir Ástþór að hann væri reglulega að hitta formenn flokkana á ríkisráðsfundum og þar gæti hann beitt sínum áhrifum. Með því að verða yfirlýst þjóð friðarins væri hægt að laða að alþjóðastofnanir og eins og öryggisráð SÞ og friðargæslu SÞ og hefja samtalið um hvernig koma megi á friði. Þjóðarleiðtogar hafa kallað eftir hlutlausari stað til þess að eiga fundi með þessum stofnunum og þar gæti Ísland spilað stórt hlutverk.

Mun beita 26.gr. stjórnarskárinnar

Aðspurður um mál sem hann myndi vilja beita málsskotsrétti forseta nefnir Ástþór að þegar hann hafi verið í framboð árið 2016 hafi hann nefnt í útsendingu hjá RÚV að útlendingalögin sem höfðu verið samþykkt skömmu áður hefðu verið tilvalin til þess að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila