Musk: Lífshættulegt að gefa Úkraínu vopn til að endurheimta Krím

Elon Musk, Mynd © JD Lasica from Pleasanton, CA, US

Elon Musk varar við stigmögnun milli Bandaríkjanna og Rússlands. Hann hefur áhyggjur af áformum Bandaríkjamanna um að vopna Kænugarð til að reyna að leggja undir sig Krímskaga, sem er innlimaður hluti Rússlands. Að lokum verður heimsfriði ógnað, að sögn Musk.

Bandarískir embættismenn ræða við úkraínska starfsbræður sína um notkun bandarískra árásarvopna eins og HIMARS eldflaugar og Bradley-stríðstæki til að hugsanlega ráðast á Krímskaga. Musk segir stanslausa stigmögnun mikla áhættu bæði fyrir Úkraínu og heiminn. Á meðan Bandaríkin skora á Úkraínu að yfirgefa Bachmut (Artyomovsk), þá eru uppi áætlanir um „vorsókn“ sem myndi beinast djúpt inn á rússnesk yfirráðasvæði.

Musk, sem sér úkraínska hernum fyrir gervihnattasamskiptabúnaði sem hluta af Starlink verkefni sínu, bendir á, að Rússar líti á Krímskaga sem óaðskiljanlegan hluta af yfirráðasvæði sínu og að tilraunir til að ná skaganum gæti komið af stað kjarnorkustríði. Fyrrverandi sendiherra Úkraínu í Berlín, Andrey Melnik, gagnrýnir Musk fyrir tillögu hans, um að Krímskagi verði áfram hluti af Rússlandi.

Elon Musk hefur áður hvatt Bandaríkjamenn til að láta Úkraínu endurtaka rússnesku kosningarnar á innbyggðum svæðum undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna og fara burtu frá svæðinu, ef það er vilji fólksins.

Deila