Musk lýsir „almennri sakaruppgjöf“ til þeirra sem hent var út af Twitter

Milljarðamæringurinn Elon Musk, sem nýlega keypti Twitter – stærsta samtalsvettvang heims – lýsir nú yfir almennri sakaruppgjöf á netmiðlinum. Þetta þýðir, að allir sem hafa verið stöðvaðir, geta komið aftur, svo framarlega sem þeir hafa ekki gert neitt ólöglegt.

Elon Musk lét notendur Twitter greiða atkvæði um almenna sakaruppgjöf lokaðra reikninga nema þeirra sem brjóta lögin eða senda ruslbréf.

Þegar atkvæðagreiðslunni lauk höfðu rúm 72% sagt já og þannig greitt atkvæði með „almennri sakaruppgjöf.“

Sakaruppgjöfin hefst í næstu viku með opnun áður lokaðra reikninga. Musk tístir (sjá neðar á síðunni):

„Fólkið hefur talað. Sakaruppgjöfin hefst í næstu viku. Vox Populi, Vox Dei.“

„Vox Populi, Vox Dei“ er latína og þýðir: Rödd fólksins, Rödd Guðs.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila