Myndasyrpa: Útvarp Saga á leiðtogafundinum í Hörpu

Útvarpsstjórinn Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson frá Útvarpi Sögu voru á leiðtogafundi heimselítunnar í Hörpu í vikunni. Arnþrúður greindi frá því í símatíma hlustenda, að blaðamannafélagið sem hún er meðlimur í, sagði hana komna á eftirlaun og ætti hún því ekkert erindi á fundinn og neitaði henni um blaðamannapassa sem krafist var við inngöngu blaðamanna. Aldur á samt ekki að skipta neinu máli, þegar um virkan fjölmiðil er að ræða sem Útvarp Saga er svo sannarlega og til fyrirmyndar fyrir aðra í fjölmiðlabransanum. Arnþrúði tókst að næla sér í blaðamannamiða hjá evrópskum aðstandendum fundarins sem vildu ekkert annað en að allir fjölmiðlar hefðu greiðan aðgang til að segja fréttir af fundinum og að neðan má sjá nokkrar af þeim mörgu myndum sem Útvarp Saga tók við þetta tækifæri. Einnig var fjallað um fundinn í Fréttum vikunnar á Útvarpi Sögu. Blaðamannafundur var haldinn í lok fundarins í Hörpu þar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Reykfjörð, utanríkisráðherra kynntu helstu niðurstöður leiðtogafundarins ásamt þeim Denys Shmyhal forsætisráðherra Úkraínu, Edgars Rinkēvičs, utanríkisráðherra Lettlands og Mariju Pejčinović Burić, framkvæmdastjóra Evrópuráðsins (sjá mynd að ofan).

Zelenskí forsætisráðherra Úkraínu komst sjálfur ekki á fundinn en flutti ávarp á myndbandi á stórskjá.

Reykjavíkuryfirlýsingin

Leiðtogar aðildarríkja Evrópuráðsins samþykktu Reykjavíkuryfirlýsinguna á fundi sínum í Reykjavík 17. maí og settu á stofn alþjóðlega tjónaskrá fyrir Úkraínu vegna þess tjóns sem innrás Rússlands hefur valdið Úkraínu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undirritaði yfirlýsingu um tjónaskrána fyrir Íslands hönd í kjölfarið. Alls skrifuðu 45 aðildarríki og áheyrnaraðilar undir skjalið.

Það sem stóð þó uppúr á fundinum hvað Ísland varðar, voru meintar undanþágur Íslands undan kolefnisgjöldum vegna flugs, sem Katrín Jakobsdóttir kynnti með eftirminnilegum hætti eftir fund hennar með Ursulu Von Der Leyen. Gleðin var þó stutt, því þegar betur var að gáð, er aðeins um greiðslufrest í um tvö ár að ræða og til þess að bæta gráu ofan á svart þá er samt sem áður full greiðsluskylda í gildi. Þá hefur það vakið athygli hversu litla eftirtekt þessi „heimsleiðtogafundur“ hefur vakið í pressunni erlendis. Sænska sjónvarpið sagði t.d. ekki frá ráðstefnunni í fréttum sínum svo tekið væri eftir en minntist í 4 línum í framhjáhlaupi á fundinn á heimasíðu sinni.

Myndir frá ráðstefnunni

Hér að neðan er myndasyrpa frá leiðtogafundinum. (Einnig fljóta með nokkrar myndir úr beinni útsendingu frá ráðstefnunni sem er aðgengileg á síðu stjórnarráðs).

Kristján Jóhannessen blaðamaður á Mbl og Pétur Gunnlaugsson frá Útvarpi Sögu mættu galvaskir á fund Evrópuráðsins í Hörpu. Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri og Pétur Gunnlaugsson gerðu ráðstefnunni skil í þættinum Fréttir vikunnar s.l. föstudag.
Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir tók á móti ráðstefnugestum með opnum örmum.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson mætti í Hörpu.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra höfðu í miklu að snúast bæði vegna undirbúnings og ekki síður fundarstjórn og ræðuhöld. Umgjörð leiðtogafundarins var vel heppnuð bæði hvað varðar uppsetningu, skipulag og löggæslu. 
Mörg þekkt andlit úr heimsstjórnmálunum stigu fæti í ræðustólinn á Hörpu, hér talar Emmanuel Macron Frakklandsforseti.
Olaf Scholz kanslari Þýskalands í pontu Hörpu.
Risi Sunak, forsætisráðherra Bretlands ávarpar fundargesti. Hann stoppaði stutt á Íslandi og flaug heim til innflytjendavandamálanna trúlega óvitandi um þau vandamál á Íslandi.
Forsætisráðherra Ítalíu, Georgia Meloni í Hörpupontu.
Þröngt var um manninn á blaðamannfundum ráðstefnugesta eins og sjá má á myndunum hér bæði að ofan og neðan.
Til vinstri: Emmanuel Macron Frakklandsforseti stangar hljóðnema RÚV. Til hægri: Forsætisráðherra Úkraínu, Denys Shmyhal.
Gríðarlegar öryggisráðstafanir voru við fund Evrópuráðsins í Hörpu, hér sjást vopnaðir gæslumenn á þaki Hörpu.
Fundargestir þyrpast á fundinn.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila