Myndband lögreglumanns af árásinni á Paul Pelosi sýnir Pelosi í nærfötum með drykkjarglas í hendi

Árásarmaðurinn David DePape til vinstri og Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi fv. forseta Bandaríkjaþings t. h. þegar lögreglan barði að dyrum. Paul Pelosi hringdi SOS númerið 911 og tilkynnti um innbrotið með árásarmanninn sér við hlið sem var svo kurteis að upplýsa SOS starfsmanninn um nafn sitt 9 mínútum áður en árásin átti sér stað (mynd skjáskot YouTube).

Dómstólar í San Francisco tilkynntu seint á fimmtudag í fyrri viku, að þeir myndu birta myndbandið um árásina á Paul Pelosi á föstudagsmorgun, þremur mánuðum eftir atburðinn. Myndband úr myndavél lögreglumanns var þá birt ásamt öðrum myndum sem sýna meðal annars, þegar árásarmaðurinn brýst inn í húsið.

Miklar umræður eru um myndböndin og til dæmis þá staðreynd að um 9 mínútur liðu frá því að Pelosí tilkynnir um innbrotið þar til lögreglan kemur á vettvang og Paul Pelosi opnar á nærklæðum með glas í vinstri hendi og heldur um hamar árásarmannsins með þeirri hægri.

Hér má hlusta á samtal Paul Pelosi við til 911 sem var 02.23 en um 9 mínútur liðu frá samtalinu þar til lögreglan kom á vettvang. Heyra má á samtalinu við 911, að innbrotsmaðurinn er við hlið Paul Pelosi og segir meira að segja nafnið sitt, þegar starfsmaður SOS spyr hvað hann heiti. Árásarmaðurinn hafði því nokkurn tíma til að ráðast á og skaða Paul Pelosi, þar til lögreglan kom en valdi einhverra hluta vegna að gera það fyrst eftir að lögreglan kom á vettvang, svo árásin náðist að hluta til á myndbandið. Veifar árásarmaðurinn hamrinum og hverfa hann og Paul Palosi til hliðar og sést því ekki, þegar hamarinn fer í höfuð Pelosí, sem farið var með á sjúkrahús til aðgerðar eftir árásina.

Sjá meira um málið hér.

Fyrri hluti myndbandsins að neðan er úr myndavél lögreglumannsins og síðari hlutinn virðist vera úr öryggismyndavél á húsinu, sem sýnir árásarmanninn brjótast inn í húsið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila