Site icon Útvarp Saga

Myrtu sex sjálfboðaliða Rauða krossins í Afganistan

redcrossSex sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins í norðurhluta Afganistan voru myrtir í morgun. Þá er tveggja annara sjálfboðaliða saknað en óttast er að þeir hafi verið teknir í gíslingu af öfgamönnum. Árásum sem þessum á sjálfboðaliða hjálparsamtaka hefur farið ört fjölgandi í landinu að undaförnu og hafa mörg hjálparsamtök ákveðið að draga úr starfsemi á svæðinu þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi starfsmanna. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á ódæðinu á hendur sér en málið er í rannsókn.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla