Nærtækara að fara í nauðsynlegar gatnaframkvæmdir í stað þess að setja á tafagjöld

Marta Guðjónsóttir.

Það væri nærtækara að fara í nauðsynlegar framkvæmdir til þess að greiða leið þeirra sem notfæra sér einkabílinn fremur en að setja á tafagjöld eins og borgarstjórnarmeirihlutinn hefur boðað. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Marta segir hugmyndina vera komna frá Noregi “ við borgarfulltrúar vorum á ferð í Osló í Noregi þar sem þetta fyrirkomulag sem menn eru afar missáttir við, er við lýði og við vorum varla lent hér heima þegar þetta var boðað af meirihlutanum“,segir Marta. Hún segir þessa hugmynd vera setta fram einkabílnum til höfuðs ” það á að steypa alla í sama mót og þvinga fólk til þess að nota einn samgöngumáta, borgarlínuna, en ég held að þetta leiði til ákveðnar stéttaskiptingar, og þeir sem hafi efni á að greiða tafagjöldin keyri börn sín í skólann sem dæmi en önnur börn sem eigi efnaminni foreldra þurfi að fara aðrar leiðir“,segir Marta. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila