Spyr hvort Katrín Jakobsdóttir hafi afhent Bjarna Benediktssyni sínar skoðanir og hugsjónir

Elísabet Jökulsdóttir

Meðvirkni er að afhenda líf sitt öðrum, sínar husjónir og sínar skoðanir og það má velta fyrir sér hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sé búin að afhenda Bjarna Benediktssyni sínar hugsjónir og skoðanir. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Elísabetu Jökulsdóttur rithöfundar í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Elísabet sem ásamt bróður sínum Hrafni Jökulssyni vinnur að stofnun stjórnmálahreyfingar til varnar náttúrinni segir mikilvægt að vernda náttúruna og virða en ekki afhenda hana á silfurfati

ef við hættum að þekkja og virða náttúruna þá erum við hætt að þekkja okkur sjálf„,segir Elísabet.

Hún segir ríkjandi stjórnvöld ekki ganga í takt við þjóðina og nútímann og því sé þörf á nýrri stjórnmálahreyfingu

þetta fólk er ekkert í takt við nútímann og eru hálfgerðar risaeðlur, þess vegna vill ég að þetta nýja stjórnmálaafl muni heita Hljómurinn því að er hljómur allstaðar í lífinu, þegar þú ferð út í náttúruna þá sérðu ekki eingöngu heldur heyrir hljóminn í náttúrunni„,segir Elísabet.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila