Þau nettröll sem fyrirfinnast á internetinu eru oft á tíðum alveg ótrúlega gjörn á því að móðgast ef einhver tjáir sig með hætti sem þeim ekki líkar og oftar en ekki móðgast þau oftast fyrir hönd annara og reyna að beita þöggunartilburðum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Óttars Guðmundssonar geðlæknis í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.
Óttar segir að þegar honum hafi á einhvern hátt tekist að móðga nettröll þá sé viðkvæðið oftast að hann sé elliær gamall karl sem eigi ekki að tjá skoðanir sínar.
„auðvitað er þetta ákveðin þöggun og það er einmitt þessi smánun sem fer fram á netinu og með þessari smánun er verið að þagga niður í rödd viðkomandi einstaklings, það er þessi þöggunarstefna sem virðist vera í gildi, það er reynt að þagga niður í ákveðinni umræðu sem netröllunum er ekki þóknanleg“ segir Óttar.
Hann segir að það sé til dæmis gert með þeim hætti að þegar sé til dæmis rætt um útlendingastefnu þá séu þeir sem hafi einhverja öðruvísi skoðun en stjórnvöld í málinu sé rasisti eða hægri öfgamaður og þar með er búið að stimpla viðkomandi á þann hátt að það sé ekki mark á honum takandi en geti haft sínar skoðanir.
„Þetta er ákveðin þöggun og það sama gildir um svo margt þar sem notuð eru ákveðin niðrandi hugtök gegn þeim sem ekki er sammála“
Arnþrúður bendir á að verið sé að setja ný íþyngjandi lög gagnvart tjáningarfreslinu sem snúa einmitt að þessu, þar sem það sem gagnrýni á til dæmis útlendingamál og loftslagsmál er gerð refsiverð undir því yfirskyni að um hatursáróður sé að ræða.
Óttar segir að þegar málin séu komin á þennan veg sé búið að skapa ákveðna hættu því með slíkri lagasetningu sé verið að koma upp ákveðinni ritskoðun dulbúinni sem bann við einhvers konar hatursorðræðu, sem enginn viti hvernig eigi að skilgreina.
„en maður finnur vel fyrir þessu óþoli á netinu gagnvart ákveðnum skoðunum“segir Óttar.