Niceair tekið til gjaldþrotaskipta

Stjórn flugfélagsins Niceair hefur ákveðið að óska eftir því að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta.

Útvarp Saga sagði fyrst fjölmiðla frá því í byrjun febrúar að forvarsmenn félagsins reru lífróður til þess að reyna að bjarga félaginu.

Saga félagsins hefur verið í raun hrakfallasaga frá upphafi en félagið hefur bæði átt í deilum hvað varðar leyfismál og þá hefur félagið átt erfitt með að standa undir seldum flugferðum þar sem erfiðlega hefur gengið að útvega vélar til flugsins og herma heimildir Útvarps Sögu að þeir erfiðleikar séu beinar afleiðingar þess að leyfismál voru ekki í lagi. 

Forsvarsmenn félagsins hafa komið fram og sagt aðra sögu í fjölmiðlum og meðal annars haldið því fram að erlendur flugrekstraraðili félagsins, HiFly, hefði misst einu flugvél félagsins vegna vanskila HiFly við eiganda flugvélarinnar og það væri fyrst og fremst ástæða þess að Niceair gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart þeim farþegum sem keypt hefðu ferðir fram í tímann hjá félaginu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila