Niðurstaðan stórsigur fyrir Donald Trump

Donald Trump forseti Bandaríkjanna.

Niðurstaða þingkosninganna í Bandaríkjunum er stórsigur fyrir Donald Trump forseta. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar viðskiptafræðings og hótelstjóra í þættinum Heimsfréttir, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en Guðmundur var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Guðmundur bendir á að árangur forsetans að halda sínum styrk sé í raun met enda hafi það einungis gerst fimm sinnum á síðustu hundrað árum ” þetta sýnir bara að kjósendur hafa fengið nóg af þeim sem segja ekki sannleikann og því er árangur hans svona mikill, hann kemur fram og segir bara hlutina bara hreint út eins og þeir eru“,segir Guðmundur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila