Þrettán í haldi eftir árásina á Bankastræti Club

Þrettán manns eru nú í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á hnífstunguárásinni sem framin var í Bankastræti Club en haft var uppi á fjórum einstaklingum í nótt sem voru í kjölfarið handteknir. Nú er talið að hátt í 30 manns hafi komið að árásinni með einum eða öðrum hætti og er talið að hluti hópsins hafi náð að koma sér úr landi og er þeirra leitað.

Ljóst er að deilurnar sem rekja má til uppgjörs í undirheimum séu farnar að vinda upp á sig því fangi sem afplánar dóm á Litla Hrauni og tengist þeim sem urðu fyrir árásinni sendi lítt dulda morðhótun í gegnum samfélagsmiðla til þeirra sem að árásinni að stóðu. Þá sagði fanginn einnig í sömu færslu á samfélagsmiðlum að hópur manna í afplánun „bíði eftir því að árásarmennirnir verði fluttir á Litla Hraun“. Ekki er ljóst hvort lögregla muni í ljósi þessara hótana gera ráðstafanir en þó er það talið líklegt.

Lögregla segir rannsókn málsins mjög umfangsmikla enda lítur hún málið mjö alvarlegum augum. Árásin er ekki talin eiga sér neina hliðstæðu hér á landi en árásin var þaulskipulögð.

Deila