Nóg um að vera hjá Taflfélagi Reykjavíkur

Það er óhætt að segja að það sé handagangur í öskjunni hjá Taflfélagi Reykjavíkur enda alltaf nóg um að vera hjá þessu elsta Taflfélagi landsins en það er 123 ára gamalt. Í þættinum Við skákborðið ræddi Kristján Örn Elíasson við Ríkharð Sveinsson formann félagsins en Ríkharður er jafnframt alþjóðlegur skákdómari.

Ríkharður segir að það sé reyndar svo mikið að gera hjá félaginu að það sé alltaf eitthvað um að vera á degi hverjum.

Helstu og stærstu mótin sem félagið heldur eru meðal annars Skákþing Reykjavíkur sem byrjar í byrjun janúar og svo er það Haustmót TR sem er meistaramót félagsins. Hann segir þó að þessi tvö stærstu mót félagsins séu þó ekki eins stór og þau voru áður fyrr og segir líklega skýringu á því vera að það séu ekki eins margir sem hafi vilja til þess að tefla mjög langar skákir og taka þátt í mótum sem standa yfir í 2-3 vikur.

„svo eru fjölmörg önnur mót bæði Undir 2000 mótið og Yfir 2000 mótið, svo skákmót öðlinga og síðan öll skólamótin sem við höldum og til dæmis jólamót grunnskólanna sem byrja í desember og svo bikarsyrpan og margt fleira,“ segir Ríkharður.

Nálgast má dagskrá Taflfélags Reykjavíkur með því að smella hér.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila