Norskt ferjufyrirtæki bannar rafbíla um borð

Havila Krystruten, annað tveggja fyrirtækja sem þjónar strandborgunum Bergen og Kierkenes, hefur tilkynnt að það muni ekki lengur taka við raf- eða tvinnbílum um borð í ferjur sínar í kjölfar niðurstöðu utanaðkomandi rannsóknar.

Félagið flytur aðallega farþega og vörur á leiðinni og segir núna, að einungis verði tekið við einkabílum með brunahreyflum um borð. Havila Krystruten vísar til brunavarna sem meginástæðu ákvörðunarinnar, skrifar Caarscoops.

Ekki er hægt að bregðast við eldi í rafgeymi rafbíls um borð, að sögn skipafélagsins. Ákvörðunin er sérlega athyglisverð vegna þess að rúmlega 80% keyptra bíla 2022 í Noregi voru rafbílar eða tvinnbílar. Skipafélagið segist athuga leiðir til að minnka áhættu af flutningi rafmagnsbíla og tvinnbíla í framtíðinni. Keppinauturinn Hurtigruten segist halda áfram að ferja bíla óháð orkunni sem knýr þá áfram.

Deila