Nostalgíustund með Magnúsi og Guðrúnu Árnýju

Í þættinum Gömlu góðu lögin í gær var söngkonan Guðrún Árný gestur Magnúsar Magnússonar en Guðrún Árný sagði í þættinum frá tónleikum sem hún heldur í Hörpu í kvöld þar sem hún ætlar að taka 80´s og 90´s nostalgíulög.

Guðrún Árný sagði að hún ætli að taka helst þau lög sem henni finnst skemmtilegust frá þessu tímabili. Í þættinum spiluðu Magnús og Guðrún Árný upptökur frá tónleikum sem haldnir voru í fyrra en þeir tónleikar voru einmitt með sama sniði. Þar tók Guðrún Árný ýmis lög frá þessu tímabili eins og lagið Zombie sem upphaflega kom út með hljómsveitinni The Cranberries en heyra má lagið í þættinum hér að neðan.

Þeir sem fram koma á tónleikunum með Árnýju eru:

Tónlistarstjóri: Vignir Þór Stefánsson – píanó
Hálfdán Árnason á bassa
Benedikt Brynleifsson, trommur
Grétar Lárus Matthíasson, gítar
Helgi Reynir Jónsson á gítar og hljómborð
Steinar Sigurðarson á saxafón og slagverk
Karl Friðrik Hjaltason – raddir
Íris Lind Verudóttir – raddir

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila