Núna eiga sænsk börn að taka með sér teppi og vasaljós í skólann

Kertaljós og klæðin rauð segir í vísunni um jólin. Núna eiga sænsk börn að taka með sér teppi og vasaljós til að halda á sér hita og sjá kennslubækurnar og hvort annað í skólastofunni. Mynd úr safni.

Í sveitarfélaginu Staffanstorp á Skáni hefur foreldrum barna í skólum verið tilkynnt, að nemendur verði framvegis að koma með bæði teppi og vasaljós. Er það til að undirbúa sig undir að rafmagnið verði tekið af rétt eins og um vanþróað land væri að ræða.

Ríkisstjórnin tilkynnti á föstudag, að Svíar verða að draga úr raforkunotkun ella sé hætta á skömmtunum frá raforkukerfinu. Fyrirtækjum er ráðlagt að loka tímabundið til að spara rafmagn og rafmagnsskammtanir til heimilanna boðaðar. Eftir árabil af vanstjórn umhverfissinna sem hafa látið loka kjarnorkuverum og byggt rándýr hálfónýt vindorkuver, þá geta Svíar ekki lengur verið sjálfum sér nægir með rafmagn.

Hættan á rafmagnsleysi í suðurhluta landsins hefur aukist enn frekar eftir að kjarnaofn verður tekinn úr notkun vegna viðhalds um helgina. Ennfremur er annar af tveimur hverflum í öðru kjarnorkuveri stöðvaður.

Sveitarfélagið Staffanstorp er að undirbúa sig undir rafmagnsleysið og hefur sent út upplýsingabréf til foreldra barnanna. Dregið verður úr lýsingu og hita í skólunum. Ennfremur verður aðeins kalt vatn, enginn heitur matur og slökkt á farsímakerfinu. Öll börn verða að útbúa sig og koma með teppi og vasaljós í skólann.

Emma Trygg á barn í skólanum og segir um upplýsingarnar, að hún beri „mikla virðingu fyrir ástandinu í heiminum“ þrátt fyrir að raforkukreppan stafar fyrst og fremst af óstjórn orkumála með lokun kjarnorkuvera og fjárfestingum í óáreiðanlegri vindorku. Emma Trygg segir við TV4:

„Ég hugsaði með mér, að núna ríkir kreppa. Ég virði ástandið í heiminum og margir verða fyrir miklu meiri áhrifum en við.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila