Site icon Útvarp Saga

Ný æskulýðsskýrsla: Sænska æskan örvæntingarfull um framtíð sína

Næstum annað hvert sænskt ungmenni eða 45% eru svartsýn á framtíðina og 53% telja, að þeirra kynslóð muni hafa það verra en fyrri kynslóðir. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Æskulýðsbarómetersins. Á sama tíma telur meirihluti eða 55% ungs fólks í fyrsta sinn, að samfélagið sé á rangri leið og færri telja sig hafa tækifæri til að hafa áhrif á líf sitt.

Nú hefur Æskulýðsbarómeterinn sænski birt Æskulýðsskýrsluna 2023: Kynslóð Z, sem er kortlagning á hegðunarmynstri og skoðunum ungs fólks. Skýrslan byggir á stafrænni könnun sem fólk á aldrinum 15 til 24 ára í Svíþjóð tók þátt í á tímabilinu 6. október til 14. nóvember. Alls tóku 16.295 ungmenni þátt í könnuninni.

55% æskunnar telur samfélagsþróunina vera í ranga átt

Í skýrslunni má sjá að margir eru þeirrar skoðunar, að hlutirnir séu ekki að ganga neitt sérlega vel í samfélaginu. 55% telja þróunina stefna í ranga átt og heil 45% telja, að framtíð samfélagsins sé kolsvört. Ástæðan fyrir þessu er meðal annars sú, að glæpum fjölgar en einnig að maður sér aukinn rasisma í samfélaginu. Einnig er litið svo á að loftslagskreppan sé orsök hnignunar samfélagsins samhliða hagkerfinu. 53% ungs fólks telja að þeirra kynslóð fái það verra en fyrri kynslóðir.

Einungis 5% telja sig geta haft áhrif á samfélagið

Loftslag, jafnrétti kynjanna og kynþáttafordómar eru enn tiltölulega mikið áhyggjuefni fyrir ungt fólk en hafa um leið orðið minna mikilvæg. Pólitísk sjálfsmynd hefur einnig hnignað. Til dæmis frá 2020 hefur þeim sem skilgreina sig sem „and-rasista“ fækkað um 14% og eru í dag 21% á meðan sjálfsmynd „umhverfissinna“ hefur lækkað um fjögur prósent og stendur í dag í 18% Tilnefningarnar „íhaldssamur“ 5% og „þjóðernissinni“ 4% hafa aukist lítillega. Allt að 43% telja sig hafa pólitískan áhuga en aðeins 5% telja sig geta haft áhrif á samfélagið.

Ekki jafn mikilvægt að gifta sig og eignast börn

Fleiri ungt fólk svarar því í dag að fjölskyldan sé mikilvægari en árið 2020 en á hinn bóginn hefur hlutfallið sem telur vini mikilvæga lækkað úr 64% árið 2020 í 59%. 57% ungs fólks telja að lífið sé ríkt af vinum. Frá árinu 2011 hefur hlutfall ungs fólks sem telur mikilvægt að kynnast nýju fólki einnig lækkað úr 39% í 28%. Að gifta sig, hitta rétta manneskjuna eða eignast börn þykir líka minna mikilvægt. Ungu fólki sem segjast hafa áhuga á kynlífi hefur einnig fækkað verulega, úr 43% árið 2011 í 27% árið 2022.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla