Ný heimsskipan verður til með samningum Rússa og Kínverja

Viðskipta og vopnasamningar Rússa og Kínverja hafa vakið upp fjölmargar spurningar meðal almennings hvað það muni þýða fyrir heiminn. Í stuttu máli má segja að um nýja heimsskipan sé að ræða því ríkin tvö séu afar valdamikil á heimsvísu þó þau eigi sér öfluga óvini eins og til dæmis Bandaríkin. Í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi ræddi Gústaf Skúlason fréttamaður í Stokkhólmi um þessa nýju heimsmynd og hvernig hún komi mögulega til með að birtast almenningi en Gústaf var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Sameiginleg hergagnaframleiðsla framundan?

Með samningunum er ljóst að orðið hefur til mjög öflugt samstarf þessara stórvelda, t,d geti ríkin nú sameinast í vopnaframleiðslu því Rússar eiga gífurlega mikið hráefni til hergagnaframleiðslu og Kínverjar búa yfir gríðarlegri tækniþekkingu sem gæti til að mynda nýst í framleiðslu á hátæknivopnum. Þar með má segja að martröð Bandaríkjanna hafi orðið að veruleika þar sem hingað til hafi Kínverjar ekki haft úr nægu hráefni að spila til þess að geta gerst mjög stórtækir í hergagnaframleiðslu þó þeir séu ágætlega settir hvað sinn her varðar. Þá verður samkomulagið til þess að Rússa mun ekki skorta nein hergögn og geti því haldið mjög lengi út í stríðinu í Úkraínu, en það þýðir að fáar aðrar leiðir séu í boði fyrir Úkraínu en að ganga að samningaborðinu. Hvort af því verði í bráð er svo allt önnur saga því hvorugur deiluaðilanna hefur sýnt vilja til að gefa nokkuð eftir.

Geta kyrkt efnahag Bandaríkjanna

Þá þýða samningarnir sem einnig eru viðskiptalegs eðlis að þær tilraunir til þess að einangra Rússa af hálfu Bandaríkjanna og vesturlanda eru farnar út um þúfur því með samningunum hafa Rússar aðgang að öllum þeim aðföngum sem þeir á þurfa að halda og eru þá engum háðir nema Kínverjum. Það sem meira er að nú geta Kínverjar hægt og rólega bókstaflega kyrkt Bandarískan efnahag og hafa boðað þegar ákveðnar aðgerðir sem gefa vísbendingar um að það ætli þeir einmitt að gera. Þeir ætla til dæmis að hætta viðskiptum með dollar og eiga viðskipti við lönd víða um heim með kínverska gjaldmiðlinum Yuan.

Eitur í beinum glóbalista

Ljóst er að samningarnir munu hafa víðtæk áhrif um heiminn og því eru menn farnir að tala um nýja heimsskipan þegar kemur að stórveldunum tveimur. Það hljómar sem eitur í beinum glóbalista sem ætluðu og höfðu uppi áætlanir um að koma á einni heimsstjórn en nú sé ljóst að stórveldin tvö hafa tekið sér stöðu gegn þeirri fyrirætlan og verður ekki haggað.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila