Site icon Útvarp Saga

Ný skoðanakönnun: Tæplega tveir þriðju hlutar Bandaríkjamanna telja að FBI sé vopnaður armur valdhafanna í Washington

Myndin sýnir vopnaðan leyniþjónustumann fyrir utan heimili Donald Trump fv. forseta, þegar FBI þóttist vera að leita að skjölum (öll skjöl fv. forseta voru skráð og varðveitt í samráði við Þjóðskjalasafnið og leyniþjónustuna sjálfa sem núverandi forseti kemst upp með að gera ekki, skjáskot Youtube).

Hefur FBI verið „vopnað“ af stjórnmálunum? Já, samkvæmt niðurstöðum Rasmussen skoðanakönnunar sem birt var nýlega. Þrátt fyrir að helmingur kjósenda hafi enn jákvæða skoðun á alríkislögreglunni, eru flestir sammála lýsingu uppljóstrara á stofnuninni, að FBI hafi verið gerð að „pólitískum vopnuðum armi“ yfirvalda í Washington.

50% líklegra kjósenda í Bandaríkjunum hafa jákvæða mynd af FBI, þar á meðal 22% sem hafa mjög jákvæða afstöðu. 45% líta nú FBI neikvæðum augum, þar á meðal 24% sem hafa mjög neikvætt álit á FBI. Þessar niðurstöður eru nánast óbreyttar síðan í október 2022.

Fyrrum FBI sérfræðingur Nicole Parker bar vitni fyrir undirnefnd fulltrúadeildarinnar í síðasta mánuði og sagði „að FBI væri orðið vopnaður stjórnmálaarmur yfirvalda í Washington.“ 64% kjósenda eru sammála þeirri fullyrðingu, þar á meðal 44% sem eru fyllilega sammála því, að FBI sé „vopnaður stjórnmálaarmur.“ 30% eru ósammála, þar af 17% sem eru fyllilega ósammála. 59% kjósenda repúblikana eru því fyllilega sammála, að FBI hafi verið „vopnað í stjórnmálalegum tilgangi“ sem og 28% demókrata og 45% þeirra kjósenda sem ekki tengjast stóru flokkunum tveimur.

Sjá heildarniðurstöður könnunarinnar hér að neðan og á Rasmussen Reports:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla