Nýrri löggjöf um stafræna þjónustu ætlað að taka á villta vestri netheima

Sex nýjir lagabálkar um stafræna þjónustu sem Evrópusambandið vinnur nú að og verða líklega innleiddir í íslenska löggjöf hafa það að markmiði að koma böndum yfir það villta vestur sem netheimar nútímans eru og vernda þannig betur persónuréttindi fólks. Þar eru þó atriði sem huga þarf sérstaklega að því þar er komið inn á atriði eins og að bæta flæði á heilbrigðisupplýsingum á milli landa. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Helgu Þórisdóttur forstjóra Persónuverndar í leyfi og forsetaframbjóðanda í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur í dag.

Helga segir að þetta bætta flæði heilbrigðisupplýsinga á milli landa eigi að bæta þá stöðu þegar kemur að því að lækna sjaldgæfa og erfiða sjúkdóma og það sé hið besta mál. En Helga bendir á að um leið og verið sé að veita aðgang að heilbrigðisupplýsingum þá þurfi að fara um leið mjög varlega og tryggja að upplýsingarnar berist aðeins til þeirra sem þeim er ætlað að berast til og alls ekki annara.

Þarf að koma í veg fyrir að heilbrigðisupplýsingar verði söluvara

Helga bendir á að til dæmis í Bandríkjunum séu heilbrigðisupplýsingar söluvara og lendi heilbrigðisupplýsingar til aðila sem ætli að græða á upplýsingunum t,d lyfjarisunum og öðrum markaðsfyrirtækjum. Einn lagabálkanna sé til að mynda ætlað að koma í veg fyrir þetta.

Börn verði vernduð fyrir auglýsingum

Þá er einnig í lagabálkunum að finna atriði sem tekur á því að verið sé að beina auglýsingum að börnum í gegnum stafræna miðlun og verður til að mynda bannað að beina auglýsingum að börnum í gegnum tölvuleiki sem þau spila á netinu.

Bannað að nota viðkvæmar upplýsingar um trúarskoðanir

Einnig verður bannað að nota viðkvæmar persónuupplýsingar t,d um trúarskoðanir, kynhneigð og stjórnmálaskoðanir til að búa til persónusniðnar auglýsingar. Þá er einnig í fyrsta sinn verið að koma með lagaumgjörð um gervigreind sem nú sé að ryðja sér til rúms á ógnarhraða.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila