Ofbeldi og öryggisleysi nær föstum tökum á Svíþjóð

Í nýrri rannsókn yfirvalda á lífi sænskra ungmenna á aldrinum 16 – 29 ára fengu 74 þúsund einstaklingar spurninguna: ”Ef þú ert ein(n)á á ferð að kvöldi til á heimasvæði þínu, hversu örugg(ur) eða óörugg(ur) finnst þér þú vera þá?“
70% ungra karlmanna svöruðu að þeir væru óöruggir og óttuðust að að á þá yrði ráðist. Hjá konum var hlutfallið um helmingi lægra eða 36%.  Þetta er þreföld aukning öryggisleysis hjá ungum mönnum frá árinu 2013 en þá óttuðust 26% ungra manna og 32% ungra kvenna að á þau yrði ráðist. 

Þreföldun ofbeldis og öryggisleysis ungra karlmanna í Svíþjóð sýnir hversu hröð aukningin er í hversdagsofbeldi í landinu. Um alls kyns ofbeldi er að ræða ekki aðeins venjulegar skotárásir, sprengjuárásir og hnífabardagar heldur hafa vopnuð rán og hreinar barsmíðar aukist gríðarlega á undanförnum árum eins og kemur fram í öryggisleysi unga fólksins.  

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila