Ofbeldið að gera út af við Svíþjóð – Svíþjóð lýst sem höfuðborg byssumorða í Evrópu

The Wall Street Journal bætist í sífellt lengri röð erlendra fjölmiðla sem skrifa um hnignun Svíþjóðar, frá einu öruggasta og friðsælasta landi heims yfir í hið versta og mest niðurdrepandi dæmi í Evrópu. RÚV fréttir kannski af þessu eftir nokkur ár.

„Hvernig hin friðsamlega Svíþjóð varð að höfuðborg Evrópu í byssumorðum er titill greinar The Wall Street Journal þar sem m.a. er vísað til stríðs glæpahópa í Svíþjóð sem stjórnað er frá Tyrklandi og glæpaforingjans Rawa Majid, sem gengur undir nafninu „Kúrdíski refurinn.“ Mörg þekkt stórblöð eins og Dailymail í Bretlandi hafa einnig skrifað um hnignun Svíþjóðar sbr. „Svíþjóð – gröf fjölmenningarinnar.“

Morðatíðni Svíþjóðar er lýst sem ótrúlegri í evrópsku samhengi, þar sem fjöldi byssumorða í Stokkhólmi á síðasta ári var hlutfallslega 30 sinnum meiri en í London. Í blaðinu kemur fram að gerendurnir séu að yngjast og beiti sífellt ofbeldisfyllri aðferðum eins og að nota handsprengjur og fremja sprengjuódæði. Jafnframt er árangur Svíþjóðardemókrata í síðustu kosningum skýrður með því, að skotárásirnar eiga sér einkum stað meðal innflytjenda.

Ríkisstjórnin hefur enga stjórn á ástandinu

Manne Gerell, dósent í afbrotafræði við háskólann í Malmö með sérfræðiþekkingu á skipulagðri glæpastarfsemi, segir við blaðið að vandamálið sé vegna lélegrar aðlögunar innflytjenda í Svíþjóð sem hafi versnað vegna margra ára ófullnægjandi viðbragða yfirvalda, lögreglu og stjórnmálamanna. Sænska ríkisstjórnin viðurkennir að hafa misst stjórn á ástandinu. Daniel Bergström, ráðgjafi Gunnars Strömmers dómsmálaráðherra, segir:

„Í alþjóðlegum samanburði, þá höfum við haft miklu slakari refsilöggjöf. Við höfum ekki lengur stjórn á ástandinu.“

Þrjú sprengjuódæði aðfaranótt fimmtudags

Sem dæmi um ofbeldið má nefna, að aðfaranótt fimmtudags voru a.m.k. þrjú sprengjuódæði í Svíþjóð, tvö í Norrköping og eitt í Täby í norðausturhluta Stokkhólmsborgar. Í nótt var sprengjuódæði á Södermalm í Stokkhólmi. Venjulega er sprengt utanvið dyr fjölbýlishúsa, raðhúsa og einbýlishúsa með mismunandi skemmdaráhrifum miðað við stærð sprengjunnar. Handsprengjur eru að verða hversdagsmatur í glæpastríðinu í Svíþjóð og segir sagan að auðveldara sé fyrir unglinga undir lögaldri að næla sér í handsprengju en flösku af rauðvíni. Ofbeldið er þvílíkt, að þótt fólk sé guði fegið, þegar það getur flutt frá stöðum með virkum glæpahópum, þá er glæpamennskan orðin svo útbreidd að það skiptir engu máli, hvar í Svíþjóð maður er staddur lengur. Möguleikinn á því að vera á vitlausum stað á vitlausum tíma er því miður orðinn hluti sænska raunveruleikans.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila