Site icon Útvarp Saga

Ofbeldisverkin í Svíþjóð halda áfram – Ráðist að viðkvæmum innviðum hins opinbera

Ekkert lát er á ofbeldisverkum í Svíþjóð frekar en undanfarin ár og eru nú ofbeldisverk og árásum gagnvart viðkvæmum þjónustuþáttum innan opinbera kerfisins hefur einnig farið talsvert fjölgandi á síðustu misserum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar fréttaritara í Stokkhólmi í þættinum heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Um helgina var ein slík árás gerð á heilsugæslustöð og varð tveimur eldri borgurum að fjörtjóni. Til þess að bæta gráu ofan á svart kom einn forsprakka arabísks stjórnmálaflokks fram opinberlega fyrir helgi og lét þau ummæli falla að ef að Svíþjóðardemókratar komist til valda muni félagar í arabíska flokknum setja af stað stríð innanlands.

Gústaf segir málið litið alvarlegum augu þó Krar Al-Hamede sem lét hin umdeildu ummæli falla hafi komið fram og sagt orð sín hafa verið lélegt grín

þetta er litið alvarlegum augum, og þó þessi maður hafi afneitað þessum ummælum sínum og borið við að þau væru grín þá geta öfgamenn sem hlýða á þessi orð tekið þessa stefnu upp„,segir Gústaf.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum í spilaranum hér að neðan

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/viðtal-gústaf-skúlason-16.11.20.mp3
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla