Óhrein „bókhaldsorka“ vex jafnt og þétt

Samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar hefur uppruni grænnar endurnýjanlegrar íslenskrar raforku minnkað á fimm árum úr 20% framleiddrar orku árið 2016 í 13% árið 2021 eða sem nemur 35%. Þó nánast öll raforka sem framleidd er á Íslandi teljist græn þá vaxa kjarnorka, kol og olía í bókhaldi raforkufyrirtækja jafnt og þétt, fyrst og fremst Landsvirkjunar. Nú er svo komið að 63% raforku eru rakin til jarðefnaeldneytis; kola og olíu og 24% til kjarnorku.

Íslensk raforkufyrirtæki selja erlendum græna orku og fá í staðinn óhreina orku í bókhald sitt. Íslensk fyrirtæki og heimili þurfa að geta sagt að raforka sem þau nota sé græn orka en ekki Landsvirkjun í bókhaldi sínu.

Aflátsbréf fyrri tíma

Þessum gjörningum eru gjarnan líkt við aflátsbréf fyrri tíma. Fyrir um 500 árum seldi kaþólska kirkjan syndugum aflátsbréf til þess að komast inn í himnaríki. Evrópsk kola-, olíu og kjarnorkuver kaupa upprunavottorð af Landsvirkjun til þess að geta státað af því að selja evrópskum viðskiptavinum sínum græna orku á pappírum. Ísland verður „óhreint land notandi óhreina orku“ og kaupendur syndlausir seljendur hreinnar orku þó raunveruleikinn sé allur annar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila