Öldungadeildarþingmaður sendir opið bréf til forstjóra Pfizer eftir uppljóstranir

Mario Rubio, öldungadeildarþingmaður t.v. og forstjóri Pfizers, Albert Bourla t.h. (samsett mynd/Gage Skidmore/WEF CC 2.0).

Jafnvel hefðbundnir stjórnmálamenn gefa nú gaum að leynilegum myndböndum, þar sem rannsóknarstjóri Pfizer státar af því, að lyfjarisinn ætli sér að „stökkbreyta“ Covid-19 með „stýrðri þróun“ til að flýta fyrir þróun framtíðarbóluefna. Öldungadeildarþingmaður repúblikana, Marco Rubio, hefur skrifað opið bréf til forstjóra lyfjarisans, Albert Bourla, þar sem hann lýsir áhyggjum sínum í ljósi þess sem fram hefur komið.

Verkefni Sannleikans hefur birt myndband sem var tekið upp í leyni af Jordon Trishton Walker, rannsóknarstjóra Pfizer, þar sem hann afhjúpar að lyfjarisinn sé með verkefni til að stökkbreyta kórónuveirunni svo fyrirtækið geti undirbúið ný bóluefni og aukið gróðann enn frekar. Hann viðurkenndi einnig, að fjöldabólusetningaráætlanir hafi verið og munu halda áfram að vera „gullgæs“ Pfizer.

Kórónufaraldurinn er „gullgæs“ Pfizer

Repúblikaninn Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Flórídafylkis, hefur skrifað opið bréf til forstjóra Pfizer, þar sem hann lýsir yfir áhyggjum af afhjúpandi efni myndbandsins. Rubio skrifaði:

„Ef ásakanirnar sem lýst er í myndbandinu eru sannar, þá hefur Pfizer sett gróðahyggju sína framar áhyggjum af heilsu þjóðarinnar og alheims og verður að sæta ábyrgð.“

Ennfremur bendir öldungadeildarþingmaðurinn á að það sé „kæruleysi og hættulegt“ að reyna að gera veirur meira smitandi og banvænni með svokölluðum rannsóknum á viðbótarvirkni eða „stýrðri þróun.“

„Walker sagði, að Pfizer væri reiðubúið að taka þátt í þessum hættulegu rannsóknum, vegna þess að Covid og afbrigði þess eru „gullgæs“ fyrirtækisins og eftirlitsaðilar munu sjá gegnum fingur sér, þar sem umtalsverður hópur ríkisstarfsmanna leitast við að komast í vinnu hjá Pfizer og öðrum líflyfjafyrirtækjum og vilja ekki stefna framtíðarstarfsmöguleikum sínum í hættu“.

Öldungadeildarþingmaðurinn lýkur bréfinu með nokkrum spurningum til Bourla: „Hvaða ráðstafanir hefur Pfizer gripið til, til að tryggja að stökkbreytt veira berist ekki út af rannsóknarstofunni og smiti íbúana?“

Hér má sjá nýtt myndband, þar sem m.a. Dr. Robert Malone gerir athugasemdir ásamt útskrift leyniupptökunnar á ensku.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila