Ólgandi reiði í Bretlandi gagnvart hefðbundnu flokkunum

Brexit flokkur Nigel Farage hefur vind í seglin. Svo kröftugan að útlit er fyrir að stóru flokkarnir tveir, Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn, fái stærsta raskell sögunnar í komandi ESB-þingkosningum. Í nýrri skoðanakönnun á vefsíðu Daily Express fær Brexitflokkurinn hvorki meira né minna en 86% af atkvæðunum. Á sama tíma var fjöldi þeirra sem sögðust ætla að kjósa Íhaldsflokkinn svo lítill að hann var ekki marktækur og lenti á 0%. Verkamannaflokkurinn fékk 1%. 48.465 kusu á vefsíðu Daily Express. Þrátt fyrir að lesendur Daily Express tilheyri harðasta sjálfstæðiskjarna Breta og ekki óeðlilegt að þær raddir séu í yfirkant hjá blaðinu, þá bendir könnunin til þeirrar gríðarlegu reiði sem ríkir í Bretlandi vegna svika stjórnmálamanna að fylgja þjóðarviljanum og fara úr ESB. Nigel Farage segir að kosningarnar muni “BREYTA ÖLLU, mögulega vinnum við á umfangsmikinn hátt. Það sem þið munið þá sjá er að fólkið sem kýs okkur í þessum evrópsku kosningum mun segja – sjáðu til, ég ætla einnig að kjósa þetta fólk í venjulegu kosningunum. – Ég held að Westminister hafi enga hugmynd um hversu reiðir kjósendur eru í landinu.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila