Ólígarkar vilja ekki frið í Úkraínu heldur valda usla til að ná völdum

Þó stjórnvöld í Rússlandi líti jákvæðum augum á tillögur í átt að friðarviðræðum í Úkraínustríðinu á Vladimír Pútín forseti sér óvini, ólígarka sem telja sig eiga harma að hefna gegn honum þar sem hann tók þá úr valdastöðum á sínum tíma. Því vilja þeir velta honum og stjónvöldum í Kreml úr sessi og ná sjálfir völdum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi, í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Rússar vilja vita hvort Ólafur Ragnar sé tilbúinn til að leiða friðarviðræður

Í þættinum byrjaði Haukur á að ræða þær hugmyndir sem sprottið hafa upp hér á landi að Ólafur Ragnar Grímsson verði fenginn til þess að koma á friðarviðræðum milli Rússlands. Haukur segir stjórnvöld í Rússlandi jákvæð gagnvart hugmyndinni, þrátt fyrir að Ísland sé á lista yfir óvinaríki en vilja fá formlega staðfestingu frá stjórnvöldum og Ólafi varðandi málið áður en þau taki opinberlega afstöðu til hugmyndarinnar. Haukur segir að hann hafi reynt að fá svör frá Ólafi Ragnari varðandi málið en þau hafi ekki enn borist. 

Ekki friðarvilji af hálfu óligarka í Úkraínu

Fleiri lönd hafa reynt að koma fram með friðartillögur eins og Brasilía sem sé í góðum tengslum við stjórnvöld í Rússlandi en niðurstaða liggur enn ekki fyrir hvað varðar tillögur Brasilíu og segir Haukur að honum sýnist stjórnvöld í Úkraínu séu ekki að taka vel í þær. Þá hafa kínverjar einnig lagt fram tillögur í tólf liðum sem Zelensky forseti var tilbúinn til þess að skoða en hætti við vegna þrýstings frá Evrópusambandinu og Bandaríkjunum.

Yfirþjóðleg öfl vilja soga fjármuni þjóðríkja til sín

Það vekur því upp spuringar hvað valdi því að ekki næst að koma á friðarviðæðum. Skýringuna má meðal annars finna í því að ólígarkar sem eru svarnir andstæðingar Pútíns hafa náin tengsl við djúpríkið í Bandaríkjunum sem og aðrar yfirþjóðlegar stofnanir eins og WHO og Evrópusambandið. Bæði djúpríkið og ólígarkarnir vinna leynt og ljóst að því markmiði valdaaflanna að ná fjármunum frá þjóðríkjum og beina eðli málsins samkvæmt spjótum sínum helst að þeim löndum þar sem ástandið telst viðkvæmt. Ólígarkarnir hafa til dæmis ítök í Úkraínu og hirða meðal annars hluta þeirra fjármuna sem sendir eru þangað sem styrkir til handa Úkraínu. Haukur segir ólígarkana í Úkraínu hafa í raun aldrei hafa verið sterkari þar en nú og ástæðan sé fyrst og fremst sú að þar hafi þeim ekki verið settur stóllinn fyrir dyrnar líkt og Pútín gerði gagnvart ólígörkunum í Rússlandi eftir aldamótin. Óligarkarnir hafi verið búnir, á Jeltzín tímanum, að sölsa undir sig mikilvægar auðlindir og gæðum frá rússnesku þjóðinni en Pútín hafi náð þeim að mestu til baka og gert Óligarkana útlæga frá Rússlandi í kjölfarið.

 Yfirþjóðleg öfl eins og heims djúpríkið  hafa þegar sogað til sín fjármuni frá þjóðríkjum meðal annars undir hatti bólefnakaupa vegna Covid að ógleymdum ýmis konar gjöldum og sköttum í tengslum við meinta loftslagsvá og innflytjendakostnaði. Þetta er gert meðal annars með því að brjóta niður innviði ríkja, meðal annars landbúnað sem sé víða grunnurinn að þjóðríki geti þrifist.

Hlusta má á viðtalið við Hauk hér að neðan

Deila